
Ekki veit ég hvernig stendur á því að í hvert skipti sem ég fer að tala við vígðan mann byrja ég að blóta. Þá verður allt í einu allt ansans, andskotans og djöfulsins.
Yfirleitt er ég frekar penn í orðavali. Jafnvel teprulegur.
En kannski hleypur í mig illur andi þegar ég hitti klerkana.