
Bænagangan virðist hafa verið hin furðulegasta samkoma. Þarna var gamli biskup, Sigurbjörn, en svo var líka í liðinu hópur fólks sem taldi að inntak göngunnar væri hatur út í samkynhneigða.
Þarna voru líka óvinir kristindómsins í líki félaga í Vantrú. Þeir mættu á vettvang og mynduðu samkomuna í bak og fyrir.
Það er vissara að þekkja óvin sinn.