Við lifum í samfélagi sem einkennist af fámenni. Leiðir fólks liggja víða saman. Við Björgólfur Guðmundsson höldum til dæmis báðir með KR. Höfum hist á þeim vettvangi í áraraðir og alltaf farið mjög vel á með okkur.
Ég held samt ekki að þetta hafi haft mikil áhrif á það hvernig ég fjalla um Björgólf.
Ekki frekar en ég á von á að það muni breyta neinu fyrir mig þótt Björgólfur leggi peninga í leikið efni sem væntanlega verður framleitt einhvers staðar úti í bæ.
Ég tala ekki fyrir munn fréttastofanna eða Kastljóss, en ég geri ráð fyrir að viðhorfin þar séu svipuð.