Maður heyrir æ fleiri nota orðið „skammarlegt“ um laun sín.
Þau eru þá væntanlega svo lág að fólk telur skömm að því eða það skammast sín fyrir launin.
Skyldu þetta kannski vera að einhverju leyti áhrif frá ofurlaunum í viðskiptalífinu?
Sem grafa með þessum hætti undan samheldni í samfélagi sem forðum tíð var sagt vera nánast stéttlaust?