Alex Björn á Akureyri benti mér á þennan pistil á bloggsíðu sinni. Hann er býsna athyglisverður:
Hugsanlega ólöglegt og algjörlega siðlaust
Íbúðalánavextir hjá bönkunum eru oft skelfilegir og núna er komin tilkynning frá Kaupþingi að fólk fái ekki að taka yfir lán hjá þeim nema á þeim vöxtum sem bjóðast á hverju sinni. Í dag eru þeir 7,15%. Þannig getur þú ekki yfirtekið eldra lán á íbúð sem þú kaupir nema þeir fái að hækka vextina. Dæmi: Gunna finnur sér íbúð með 4,9% vöxtum og fær ekki að taka það yfir á þessum vöxtum, þótt hún standist erfitt greiðslumat bankanna. Heldur má hún taka það yfir ef hún samþykkir að breyta vöxtunum í 7,15%.
Annað dæmi: Kaupþing segja að íbúðalánavextir séu 6,4 % á heimasíðunni sinni (það er langhæstu vextir sem bjóðast í dag) en raunin er að þegar maður fær lán til að skrifa undir það stendur 7,15% á lántökublaðinu. Þannig er að þeir veita þér afslátt ef þú ert í viðskiptum við kaupþing… eflaust er þetta eins hjá öllum bönkunum nema íbúðalánasjóði en þetta er algjörlega siðlaust. Þá eiga þeir bara að auglýsa rétta vexti og svo að þeir veiti afslátt. (það er hvergi hægt að sjá hvað vextirnir eru án afsláttar á heimasíðu Kaupþings).
Ég spyr mig líka, hvað gerist þegar þeir fella afsláttinn niður. Þeir hljóta að geta það eins og að banna fólki að taka yfir gömul lán…..