fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Veitingahúsaómenning

Egill Helgason
Sunnudaginn 4. nóvember 2007 21:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var reynt að koma því á kreik að áætlanir um að stytta opnunartíma veitingahúss sem heitir Q-bar væru liður í ofsóknum gegn samkynhneigðum!

Þetta fékk sitt pláss í fjölmiðlum.

Nú eru fréttir um að nokkur hundruð manns hafi skrifað undir áskorun þess efnis að ekki megi stytta tímann sem þessi staður er opinn. Því er líkt við mannréttindabrot.

Það er dálítið verðbólgin orðanotkun.

Það sem gerðist var einfaldlega það að veitingahús sem teygir sig nokkuð inn í íbúðarhverfi fór að hafa opið til hálf sex á morgnana í staðinn fyrir þrjú áður. Þarna var áður ölkrá og kaffihús, nú er þar diskótek.

Á sama tíma stendur til að stytta opnunartíma veitingahúsa í bænum sem eru þekkt athvarf fyrir dópista og sídrykkjufólk. Þessi veitingahús eru beint framhald af Keisaranum gamla sem var á sínum tíma flæmdur af Hlemminum – með viðdvöl á Kaffi Skít svokölluðum í Austurstræti. Nú eiga þessir staðir ekki að fá að hafa opið lengur yfir daginn.

Þá er auðvitað spurning hvert vesalings fólkið fer. En kannski á það ekki heima á miðjum Laugaveginum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk