Bónus, Hagkaup og 10/11 eru í eigu sömu manna.
Ég held það séu mestanpart sömu vörutegundir sem fást í þessum búðum, keyptar í gegnum sama fyrirtæki sem mun heita Aðföng – og er í eigu sömu manna.
Matvaran er best í Hagkaupum – oft er hún býsna léleg í bæði 10/11 og Bónus. Þá meina ég grænmetið og ávextina.
Ódýrast er að versla í Bónus, dýrast í 10/11.
Varla er það vegna þess að vöruúrvalið er svo gott í 10/11 eða þjónustan svo góð.
Í 10/11 fæst hérumbil ekki neitt nema snakk og örbylgjumatur – jú, pínulítið af ónýtum ávöxtum – en þjónustan samanstendur af einum til tveimur unglingum á hverja búð.
Af umræðu undanfarinna daga skilst mér að í kerfinu hjá Baugi/Högum sé gert ráð fyrir ákveðnum – föstum – verðmun milli þessara búða.
Ég hef tekið eftir því að lítersplastflösku af Sól ávaxtasafa er hægt að fá fyrir að mig minnir 265 krónur í Bónus.
Þegar ég gáði síðast í 10/11 kostaði nákvæmlega eins flaska 414 krónur.
Ég er afar lélegur í reikningi, mér sýnist munurinn vera 56 prósent.
Er þetta hinn fasti verðmunur? Stafar hann af mismunandi dýrum rekstri eða er þetta einungis huglægt?