Meðal gesta í Kiljunni á miðvikudagskvöld er Böðvar Guðmundsson. Hann lítur yfir feril sinni í tilefni af því að út er að koma ný bók eftir hann er nefnist Sögur úr Síðunni. Það er fyrsta skáldverk Böðvars síðan hann skrifaði hinar ofurvinsælu vesturfarasögur sínar.
Af öðrum bókum sem verður fjallað um má nefna nýja sögu Arnaldar Indriðasonar um lögreglumanninn Erlend, Hliðarspor eftir Ágúst Borgþór Sverrisson og Hótel Borg eftir Nicola Lecca.
Bragi Kristjónsson verður á sínum stað, sem og Kolbrún Bergþórsdóttir og Páll Baldvin Baldvinsson. Einar Kárason velur uppáhaldsbók sína.