fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Vonlaus störf

Egill Helgason
Þriðjudaginn 30. október 2007 10:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

547ksi-l.jpg

Það eru nokkur djobb sem fólk á alls ekki að taka að sér. Getur bara endað illa.

Eitt er að vera borgarstjóri í Reykjavík. Á síðustu fjórum árum höfum við Reykvíkingar haft fimm borgarstjóra: Ingibjörgu Sólrúnu, Þórólf Árnason, Steinunni Valdís, Vilhjálm Þ. og nú Dag B.

Annað er starf fréttastjóra á Stöð 2. Undangengin fjögur ár hafa eftirtaldir gegnt starfinu: Karl Garðarsson, Sigríður Árnadóttir, Páll Magnússon, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Steingrímur Ólafsson.

Er ég að gleyma einhverjum?

Þriðja starfið er þjálfun íslenska fótboltalandsliðsins. Mig grunar að það sé eitt versta djobb í heimi. Atvinnuöryggið er ekkert. Kröfurnar um árangur eru miklu meiri en nokkurn tíma er hægt að uppfylla. Þeir sem láta plata sig í starfið mega telja sig heppna ef þeir fá að þjálfa annarrar deildar lið eftir tímann hjá landsliðinu.

Þeir sem hafa gegnt starfi landsliðsþjálfara undanfarin ár eru: Guðjón Þórðarson, Atli Eðvaldsson, Logi Ólafsson, Ásgeir Sigurvinsson og Eyjólfur Sverrisson.

Og nú hefur enn einn nytsamur sakleysinginn tekið við: Ólafur Jóhannesson.

Enginn tók mark á tillögu minni um að fá Tony Knapp aftur.

*Meðfylgjandi er skopmynd sem Halldór Baldursson teiknaði í 24stundir í morgun. Hann veitti mér góðfúslegt leyfi til að birta hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni