Umræðuþættir í skandinavísku sjónvarpi heita Debatt, Deadline, Argument, Standpunkt, Aktuellt.
Miðað við þetta stöndum við íslendingar ágætan vörð um okkar ástkæra ylhýra.
Geir Haarde var í einum svona þætti í norska sjónvarpinu áðan. Ég tók aðallega eftir því að hann talar góða norsku.
Kannski ekki furða – hann er af norskum ættum.
Svo talar hann víst líka góða frönsku. Það sakar ekki.