fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Emma er engri lík

Egill Helgason
Fimmtudaginn 25. október 2007 16:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

emma-bonino.jpg

Ég sé að Geir Haarde mun ávarpa fund ítalsk/íslenska viðskiptaráðsins ásamt Emmu Bonino sem nú mun vera utanríkisviðskiptaráðherra Ítalíu. Ég vissi reyndar ekki að hún gengdi því starfi. En hún er dugleg að lifa af í stjórnmálabaráttunni.

Ég hitti Emmu Bonino fyrst í Róm veturinn 1987. Þá var hún í litlum skrítnum flokki sem hét Partito Radicale. Þetta var hressilegur andkerfisflokkur, barðist gegn samtryggingu og spillingu, boðum og bönnum – frægastur varð flokkurinn þegar klámleikkonan Cicciolina bauð sig fram í nafni hans.

Ég var í blaðamannaskóla í París og fór til Ítalíu að skrifa grein um kommúnistaflokkinn. Heyktist hálfpartinn á því og skrifaði í staðinn grein um róttæka flokkinn. Það var meira stuð í honum – kontaktmaður minn hjá kommúnistunum var karl með alpahúfu að nafni Giancarlo Palletta, hafði barist í Spánarstríðinu og hitt Stalín – gott ef ekki sjálfan Lenín.

Ég skildi eiginlega ekkert af því sem karlinn sagði, svo ég dróst að fjörinu í kringum róttæka flokkinn. Þá var liðinn stuttur tími frá því að formaður hans, afar litríkur stjórnmálamaður að nafni Marco Pannella, hafði setið bundinn og keflaður í umræðuþætti hjá RAI, ítalska ríkissjónvarpinu. Þetta gerði hann til að mótmæla ritskoðun hjá þeirri stofnun.

Emma sagði mér allt af létta um flokkinn, ég fór með henni og ungum manni á kaffihús í miðborg Rómar þar sem við sátum lengi og drukkum kaffi og bjór.

Tíu árum síðar hitti ég Emmu Bonino í Reykjavík. Þá var hún orðin sjávarútvegskommisar Evrópusambandsins. Það var hálfgerður brandari, því Emma vissi ekkert um sjávarútveg. Hafði bara lent í djobbinu vegna torskiljanlegrar evró-málamiðlunar.

Hún var betur heima í embætti sínu sem mannréttindafulltrúi Evrópusambandsins sem hún gegndi líka. Emma er smávaxin kona, en hún er skapmikil og lætur engan segja sér fyrir verkum. Hún hefur alla tíð verið dálítið snjöll blanda af stjórnmálamanni og aktívista – það var einmitt þannig sem Partito Radicale starfaði.

Á sínum tíma dró hún ekki af sér í gagnrýni á stjórn Talibana í Afganistan og það var frægt þegar kastaðist í kekki með henni og Talibönum í ferð til Afganistan 1997. Þá var henni og fréttakonunni Christine Amanpour haldið föngnum undir byssukjöftum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann