fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Freistingar opinberra starfsmanna

Egill Helgason
Miðvikudaginn 24. október 2007 20:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

proust.gif

Í samfélagi þar sem gerist lítið finnur fólk sér stundum einkennileg umræðuefni.

Nú er það umræðan um hvort opinberir starfsmenn sem dvelja á erlendum hótelum megi horfa á þartilgerðar klámrásir.

Ætli séu mikil brögð af því að ríkisstarfsmenn séu að góna á klám og láta skattgreiðendur borga? Eða er hugmyndin að þeir megi heldur ekki horfa á klám þó þeir borgi sjálfir?

Einu sinni opinber starfsmaður, alltaf opinber starfsmaður. Líka á nóttinni.

Þarf íslenska ríkið að taka saman lista um hótel út um allan heim þar sem ekki eru klámrásir? Í sumum löndum gætu þau verið vandfundin, en þá má alltaf benda á farfuglaheimili eða tjaldstæði.

Svo eru náttúrlega ennþá ágengari spurningar varðandi kynlífsþjónustu: Hefur einhver opinber starfsmaður pantað sér vændiskonu – látið ríkið greiða fyrir eða borgað sjálfur?

Það er samt ekki ekki bara grín að vera á hótelum í embættiserindum. Hér má benda á það sem Proust hefur að segja um angist þess sem gistir einn á hóteli og vaknar um miðja nótt. Rétt er að taka fram að Proust hafði mjög fjörugt hugarflug þegar sjúkdómar voru annars vegar. Það er eiginlega ekki vitað hvað amaði að honum – en hann dó samt úr því.

„Bráðum tólf. Hér er það að hinn sjúki sem hefur neyðst til að takast ferð á hendur og nátta sig á framandi hóteli vaknar í kvalakasti og gleðst yfir að sjá ljósrönd dagrenningar við dyrnar. Hvílíkur léttir, það er kominn morgunn! Eftir andartak verður þjónustufólkið komið á stjá, hann getur hringt og honum verður komið til hjálpar. Vonin um linun eykur honum þrek til að þjást. Rétt í þessu telur hann sig greina fótatak; það færist nær, en fjarlægist síðan. Og ljósröndin undir hurðinni slökknar. Það er miðnætti; slökkt hefur verið á gasinu, síðasti þjónninn á bak og burt og hann horfir fram á heila þjáningarnótt einn og yfirgefinn.“ (Leiðin til Swann, þýð. Pétur Gunnarsson)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann