fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Hvað gerðist á Valhallarfundinum?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 18. október 2007 22:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðunni hefur borist eftirfarandi bréf sem segir frá fundi Sjálfstæðisflokksins í Valhöll.

„Var einn af fjölmörgum Sjálfstæðismönnum sem boðaður hafði verið á fund í Valhöll í kvöld til að fara yfir málefnin í borginni undanfarna daga. Við spjölluðum á meðan að við biðum eftir að fundurinn hæfist. Allt í einu sprettur framkvæmdastjóri flokksins á fætur og kynnir sig sem fundarstjóra.

Formaður fulltrúaráðsins, Marta Guðjónsdóttir, sat sem fastast eins og allt væri í fína.

Andri kynnir til leiks Geir H. Haardee sem stormar inn og byrjar sína ræðu. Ræðu sem tekur rúmar 20 min í flutningi. Í ræðu sinni hvetur hann Sjálfstæðismenn að standa þétt saman. Mistök hafi verið gerð og Björn Ingi sé ómerkingur sem ekki hægt sé að treysta á. Hann fór um víðan völl og sagði að við mættum ekki sýna sundrungu því þá værum við að gefa höggstað á okkur. Síðan mæltist hann til að fundi þessum yrði slitið og málið væri útrætt.

Stóð þá Andri framkvæmdastjóri upp eins og strengjabrúða og sleit fundinum.

Fólk bara sat og gapti. Við þessi sem titluð erum trúnaðarmenn flokksins á hátíðarstundum áttum bara ekkert að fá að tala við okkar kjörnu fulltrúa. Fólk sem við þekkjum flest ágætlega og höfðum barist fyrir í prófkjörum og kosningum. Annan eins dónaskap og lítilsvirðingu hef ég ekki upplifað frá formanni áður.

Það var líkt og Geir væri að reyna að leika Davíð. Gera eins og Davíð hefði gert. Setja lok á málið. Málið er að Davíð komst upp með svona en Geir er ekki Davíð. Hefði það verið niðurstaðan að fundi hefði verið slitið að tillögu Geirs hefði allt eins mátt sleppa því að halda hann. Geir hertók fundinn og ætlaði bara að slá hann af rétt sisvona.

Auðvitað sættu menn sig ekki við það. Einhverjir gengu strax út. Aðrir kröfðust svara.

Villi tjáði fundinum um svefnlausar nætur og hvað honum þætti þetta allt miður. Allt tal um sms-sendingar væru lygi, Björn Ingi væri sérhagsmuna- og eiginhagsmunaseggur sem ekki væri heill og sannur í samstarfi.

Blablabla.

Villi er búinn að vera í þessum flokki og hinir eiga erfitt með að réttlæta tilveru sína í borgarstjórn.

Réttast væri að þau segðu öll af sér og varamenn kæmu í þeirra stað. Næsta prófkjör verður hreinsun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin