fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Vænkast hagur Strympu

Egill Helgason
Þriðjudaginn 16. október 2007 12:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfylkingin hefur komið ár sinni vel fyrir borð í íslensku samfélagi miðað við það sem var fyrir stuttu. Nú situr flokkurinn í ríkisstjórn, hann er í meirihluta, einn eða í samstarfi, í þremur af fjórum stærstu bæjarfélögunum. Það er mikil breyting frá því sem var þegar gengi Samfylkingarinnar var hvað daprast.

Á Akureyri starfar Samfylkingin með Sjálfstæðisflokki, í Hafnarfirði stjórnar hún ein og nú hefur hún eignast borgarstjóra í Reykjavík. Sumir sjálfstæðismenn telja að Geir Haarde hafi bjargað pólitíksku lífi Ingibjargar Sólrúnar með því að kippa henni inn í ríkisstjórn. Staða hennar er allt önnur en síðasta vetur.

Um leið fara völd Framsóknar stöðugt minnkandi. Flokkurinn er í brösuglegu meirihlutasamstarfi í Kópavogi – margir flokksmenn vilja losna úr því – og í Reykjavík verður flokkurinn áfram í stjórn en með mjög minnkuð áhrif. Flokksins virðist bíða sú framtíð að vera í andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn bæði í landsmálum og sveitastjórnum. Fyrir stuttu voru þessir flokkar hvarvetna í samstarfi.

Vinstri græn eru býsna langt frá því að teljast valdaflokkur. Þeir hafa fjórðapart af meirihlutasamstarfi í Reykjavík og forseta bæjarstjórnar í Mosfellsbæ.

Þannig hefur gengi Samfylkingarinnar aldeilis breyst. Flokkar sem eru í svona nálægt völdunum laða til sín fólk, ekki endilega brennandi hugsjónamenn, heldur líka karríerista, framapotara. Það þarf ekki bara að vera neikvætt.

Flokkar þurfa á þeirri tegund fólks að halda sem nefna má operatora. Í þeirri deild hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft á langhæfasta fólkinu að skipa en því mun líklega fara fjölgandi innan Samfylkingarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?