fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Hverjum verður kennt um?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 11. október 2007 17:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innan Sjálfstæðisflokksins fer nú af stað leit að sökudólgi – hver ber ábyrgðina á því að svona fór í borgarstjórn. Þetta er það sem á ensku heitir blame game.

Birni Inga verður kennt um. Það var hann sem sprengdi meirihlutann. Spurningin er svo hvort hann hafði nægar ástæður til? Það verður rætt næstu daga. Nú stimplar hann sig aftur inn sem formannskandídat í Framsóknarflokknum.

En Bingi er í Framsókn. Það er forvitnilegra hver ber sökina innan Sjálfstæðisflokksins sjálfs.

Vilhjálmi Þ auðvitað. Hann missti tökin þegar REI og GGE voru sameinuð. Lenti í tómu rugli eftir það. Meirihlutinn sem hann stýrði var kannski alltaf miklu veikari en maður hélt, óeiningin í röðum sjálfstæðismanna djúpstæðari.

Gísla Marteini og Hönnu Birnu. Þau unnu gegn borgarstjóranum án þess kannski að vita hvert þau ætluðu að stefna með herleiðangrinum sem þau lögðu upp í. Ef menn ætla að gera hallarbyltingu er betra að ganga hreint til verks – eða láta það eiga sig. Villi hugsar þeim ábyggilega þegjandi þörfina.

Geir Haarde fyrir að hafa ekki tekið málið fastari tökum og kannski ekki síst fyrir að hafa tekið á móti óánægðum borgarfulltrúum á fundi án þess að Vilhjálmur væri með. Að fundinum loknum sagðist hann ætla að hugsa málið. Eftir það var eiginlega útséð um að meirihlutinn væri starfhæfur. Með þetta er ónánægja innan flokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“