fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Brown skriplar á skötu

Egill Helgason
Sunnudaginn 7. október 2007 10:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

443px-brownl.jpg

Gælur Verkamannaflokksins breska við kosningar í haust eru dæmi um hugmynd sem öðlast sjálfstætt líf í pólitík, tekur völdin uns enginn hefur stjórn á henni. Það eru vissulega nokkuð veikleikamerki á Gordon Brown að hafa leyft þessu að þróast svona. Hann hefði átt að vera búinn að taka af skarið og segja að ekki verði neinar kosningar.

Nú lítur út eins og hann sveiflist eftir skoðanakönnunum – sem allt í einu fóru að verða óhagstæðar fyrir Verkamannaflokkinn.

Eins og ég hef sagt áður hér á síðunni er ósiðlegt að boða til kosninga eingöngu vegna þess að skoðanakannanir vita á góð úrslit. Verkamannaflokkurinn sigraði í kosningum 2005 og hefur umboð til að stjórna til ársins 2010. Í kosningunum var lýðum gert ljóst að Brown myndi taka við af Blair. Það er sagt að margir hafi kosið flokkinn einmitt vegna þess.

Því er tómt mál að tala um eins og David Cameron gerir að Brown hafi ekki umboð til að stjórna ríkinu. Það er í raun ekkert í breskum stjórnmálum sem kallar á kosningar núna. Allt er með friði og spekt innanlands. Verkamannaflokkurinn hefur öruggan þingmeirihluta. Það eru engin stór mál sem krefjast þess að Brown sæki sér nýtt umboð.

En það var glappaskot að leyfa þessari hugmynd að lifa svona lengi. Brown hefur með þessu spilað upp í hendurnar á David Cameron – og að vissu leyti blásið nýju lífi í hinn unga foringja Íhaldsflokksins.

Hins vegar mun þetta gleymast fljótt eins og aðrir smástormar í fjölmiðlum, enda snýst þetta um spuna, ekki þjóðarhag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“