fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Með svindli

Egill Helgason
Laugardaginn 6. október 2007 00:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

trwas1077624.jpg

Alveg frá því því ég var strákur hef ég haft gaman af frjálsum íþróttum. Þetta eru hinar upprunalegu ólympísku íþróttir, tróna hæst á meiði íþróttanna. Boltaspark jafnast aldrei á við það í glæsileika.

Ég man eftir því smástrákur þegar Bob Beamon setti hið ótrúlega heimsmet í langstökki á Ólympíuleikunum í Mexíkó 1968. Á sömu leikum þegar spretthlaupararnir Tommie Smith og John Carlos settu á sig svarta hanska og steyttu hnefa á verðlaunapalli til að mótmæla kynþáttamisrétti. Dick Fosbury sem fyrstur stökk hástökk með því að láta axlirnar og bakið fara á undan. Þarna féllu heimsmet í röðum.

Svo eru það ótrúleg langhlaup Lasse Viren á leikunum 1972 og 1976.

Bresku millivegalengdarhlaupararnir Coe og Ovett sem kepptust við að setja heimsmet snemma á níunda áratugnum. Gullin fjögur sem Carl Lewis vann á leikunum í Los Angeles 1984.

Þá var komið Florence Griffith Joyner og öllum hennar ótrúlegu metum í Seoul 1988. En þá vissi maður að eitthvað var bogið við þetta.

Mexíkóleikarnir eru núorðið kallaðir lyfjaleikarnir miklu. Það varð heldur brátt um hinar góðu minningar. Maður veit ekki hvort yfirleitt er að marka neitt heimsmet í frjálsum íþróttum.

Það er svo algjört rothögg þegar hetjan Marion Jones játar að hafa neytt ólöglegra lyfja og þarf að skila aftur verðlaunapeningum frá Ólympíuleikum. Hún virkaði eins og sérlega glæsileg og geðsleg íþróttakona. Ímynd greinarinnar er í molum eftir þetta.

Kjörorð Ólympíuleikanna er citius, altius, fortius – hraðar, hærra, sterkar. En það má helst ekki að gera það með svindli.

Nema að gripið verði til þess ráðs – líkt og ég stakk upp á í grein fyrir nokkrum árum – að halda sérstaka leika fyrir lyfjaþrælana þar sem þeir geta náð ótrúlegum árangri, sponsaðir af lyfjafyrirtækjum. Þá yrði tilkynnt fyrir keppnina á hvaða efni hver keppandi er, meðan áhugamenn reyna með sér annars staðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“