fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Samfélag með mikið ofbeldisþol

Egill Helgason
Laugardaginn 15. september 2007 16:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hví þetta sérkennilega umburðarlyndi gagnvart ofbeldi – öllum tegundum þess?

Ég er alveg sammála þeim sem gagnrýna dóm Hæstaréttar í umtöluðu nauðgunarmáli.

Um daginn var sagt í blöðunum frá manni sem fékk tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að reyna að aka niður konu sína. Eftir frásögninni að dæma var þetta nánast morðtilraun.

Það var líka sagt frá manni sem var dæmdur í langt fangelsi vegna hrottalegs morðs. Hann var á leiðinni úr fangelsi eftir að hafa setið innan við tíu ár – þá lét hann sig hverfa af heimili Verndar og þarf kannski að vera aðeins lengur í tukthúsi.

Minna en tíu ár fyrir morð.

Tilgangur refsinga er aðallega þríþættur: Að taka þá sem eru hættulegir samfélaginu úr umferð. Að tyfta þá sem gerast sekir um glæpi – má jafnvel segja hefna sín á þeim. Að reyna að gera sakamenn að betri einstaklingum.

Þetta er svona um það bil mikilvægisröðin. Síðasta atriðið er veigaminnst – þeir sem fremja alvarlega glæpi vita að þeir eru að segja sig úr lögum við siðað fólk.

Auk þess hafa refsingar þann tilgang að vara aðra við að brjóta af sér og halda þannig glæpastarfsemi í skefjum. Þegar dómar eru svona vægir hafa þeir varla mikinn fælingarmátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins