fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Styrmir á förum

Egill Helgason
Föstudaginn 31. ágúst 2007 10:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

a2007-08-31_wide.gif

Styrmir Gunnarsson er fæddur 27. mars 1938. Hann verður semsagt sjötugur í vetur. Morgunblaðið hefur verið hart á því að starfsmenn þess láti af störfum þegar þeir eru komnir á aldur. Það er semsagt líklegt að þeir á Mogganum séu farnir að skima eftir ritstjóra til að taka við Styrmi.

Manni finnst Ólafur Stephensen vera líklegasti arftakinn. Hann er öflugur blaðamaður og gáfaður – helsti veikleiki hans er þó að hann hefur vaxið upp undir handarjaðri Styrmis og ætti kannski erfitt með að hrófla við arfleifð gamla ritstjórans.

Kannski myndu nýjir vendir sópa best á Mogganum?

Er ekki sagt að það sé álíka líklegt að ungt fólk nútildags verði áskrifendur að blaði og það fari í tunglferð? Þeir ættu kannski líka að pæla í þessu á DV?

Hvað er þetta annars með Styrmi og Ingibjörgu Sólrúnu. Leiðari og Staksteinar í dag. Má ekki segja að þetta sé orðið nokkuð þráhyggjukennt?

Þegar Ingibjörg Sólrún stígur í vænginn Atlantshafsbandalagið gerist Styrmir eindreginn andstæðingur Nató! Og Styrmir virðist telja að Samfylkingin sitji á svikráðum í ríkisstjórninni.

Ætli fleiri sjálfstæðismenn séu þeirrar skoðunar?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn