fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Fíklar og hobbídópistar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 30. ágúst 2007 17:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er engin leið að skella skollaeyrunum við því sem kallað er „vandi Miðbæjarins“. Það er ekki rétt hjá Fréttablaðinu sem segir að vandinn sé „góðkynja“. Sannleikurinn er því miður miklu nær því sem Mogginn er að lýsa. Kannski er sóðaskapurinn einna verstur. Hann ber nefnilega vott um virðingarleysi fyrir umhverfinu – af þessu hugarfari sprettur svo dólgsháttur og ofbeldi.

Eitt hefur ekki verið nefnt ýkja oft í þessu sambandi – eiturlyfin. Menningarsvæði okkar er yfirfljótandi í fíkniefnum. Við erum þar á sama báti og til dæmis Bretar. Það þykir nánast sjálfsagt að fólk – sem annars myndi aldrei telja sig eiturlyfjaneytendur – noti fíkniefni þegar það fer að skemmta sér um helgar. Við erum ekki að tala um fíkla – sem eru nógu slæmir – heldur einhvers konar hobbídópista.

Pétur Arason, kaupmaður á Laugaveginum, nefndi þetta í útvarpsviðtali í gær:

“Þetta er í sjálfu sér bara stríð og ég held að íbúarnir, verslunareigendur og sumir húseigendur séu búnir að tapa þessu stríði. Þeir sem ráða orðið miðborginni eru dópsalar, dópistar og vissir skemmtistaðaeigendur. Þetta fólk er búið að taka völdin. Lögreglan ræður einfaldlega ekki við þetta og borgaryfirvöld eru búin að gefast upp.”

Partur af þessu er svo líka opnunartími skemmtistaðanna sem er fáránlega langur. Það er erfitt að skemmta sér til klukkan sjö á morgnana án þess að kýla í sig dópi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn