fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Hvernig á að byggja?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 15. ágúst 2007 13:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef ekki legið á þeirri skoðun minni að húsin sem stendur til að rífa neðst á Laugaveginum séu lítils virði.

En það spurning hvað kemur í staðinn.

Óskar Jónasson skrifar í Fréttablaðið í dag og segist hafa séð tillögur að byggingunni sem þarna á að rísa, fjögurra hæða verslunarhúsi og hóteli.

Óskar segir að þetta hafi litið út eins og stafli af örbylgjuofnum.

Á öðrum stað í blaðinu segir að blaðamaður Fréttablaðsins hafi ekki getað fengið teikningarnar af húsinu því þær verði ekki „opinber gögn fyrr en eftir að byggingarfulltrúi hefur samþykkt þær“.

Er þetta ekki eitthvað öfugsnúið? Væri ekki sniðugra að borgararnir fengju að sjá – og dæma?

— — —

Sjálfur hef ég verið að leggja til að sett verði mjög ströng skilyrði um hvernig hús fái að rísa í gömlum hverfum bæjarins. Það er ekki bara Miðbærinn sem er viðkvæmur, heldur líka hverfi í Skólavörðuholti og Vesturbænum.

Ef til vill væri ráð að þróa þessa umræðu áfram? Við getum ekki látið kerfisfólk og verktaka ráða þessu.

Hvað segja menn til dæmis um að halda stóra ráðstefnu um byggingarlistina í Reykjavík strax í haust og reyna þá að hefja þá umræðuna upp fyrir rifrildið og skotgrafinar?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt