fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Skemmdarverk í Vatnsmýri

Egill Helgason
Þriðjudaginn 4. október 2005 00:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir því sem líður á framkvæmdirnar við nýju Hringbrautina kemur betur í ljós hversu fáránlegar þær eru. Orð þeirra sem vöruðu við þessu hafa aldeilis ræst – og gott betur. Það sem blasir við þarna í norðanverðri Vatnsmýrinni er algjör óskapnaður.

Nú stendur fyrir dyrum samkeppni um skipulag á lóð Landspítalans og önnur samkeppni sem á að snúast um framtíð Vatnsmýrarinnar. Alveg er óskiljanlegt hvers vegna ekki mátti bíða með vegaframkvæmdirnar þangað til yrði ljóst hvernig menn hugsa sér svæðið í framtíðinni. Maður hefur hefur ekki heyrt neinar skýringar á óðagotinu – en hefur þó grun um þetta eigi upptök í pólitískum hrossakaupum.

— — —

Þarna er allt í einu komin þriggja akgreina hraðbraut, mun stærri en mann óraði fyrir. Bílstjórar gefa í á þessum spotta, en beggja vegna taka þrengri götur við umferðinni – flöskuhálsar sem valda því að minnka þarf hraðann snögglega aftur. Þessu fylgja stórar aðreinar sem taka mikið svæði; mörgum finnst nánast ómögulegt að botna í hvernig þær liggja.

Á sama tíma er verið að lagfæra gömlu Hringbrautina. Það virðist hafa verið misskilningur að hún yrði lögð niður. Þannig eru komnar tvær hraðbrautir hlið við hlið – sem saman skera Vatnsmýrina endanlega frá Miðbænum. Var ekki hugmyndin einmitt þveröfug – að auka tengslin þarna á milli?

Ennfremur hafa verið reistar tvær göngubrýr, mikil mannvirki. Þær vekja spurn hjá öllum sem fara þarna framhjá. Hver á að nota þessar brýr – hvert á það fólk að vera að fara? Brýrnar enda úti í móa, alveg bókstaflega. En kannski verður hægt að skipuleggja Vatnsmýrina þannig að þeirra verði einhvern tíma þörf.

— — —

Allt lítur þetta út eins og þarna hafi verið á ferðinni verkfræðingur á ógurlegu flippi. En það er svosem ekki nýtt að verkfræðilegur gígantismi stjórni skipulaginu hér í borginni. Þetta virkar ótrúlega klossað, gamaldags og óaðlaðandi. Nær ekki einu sinni því markmiði að flýta för akandi fólks. En sjálfsagt hafa verktakar grætt vel á þessu. Það væri nokkuð forvitnilegt að vita hver er orðinn kostnaðurinn við allt dæmið.

Borgarstjórnin sem stendur fyrir þessu rugli heldur nú samgönguviku. Hún hefur gefist upp við að halda bíllausa daginn, enda kom í daginn að enginn borgarfulltrúi tók mark honum. Þeir ætluðust til að aðrir færu gangandi. Þannig rekst hvað á annars horn. Það liggur við að maður taki undir með konunni sem sagði eftir að hafa farið um Hringbrautina um daginn:

"Ég ætla aldrei aftur að kjósa fólkið sem framdi þetta skemmdarverk."

— — —

Bendi svo á grein um Baugsmálið eftir Karl Th. Birgisson sem er á öðrum stað hér á síðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“