fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025

Þess vegna löðumst við hvert að öðru – Karlmenn veikir fyrir rauðklæddum konum

Ragnheiður Eiríksdóttir
Laugardaginn 27. október 2018 21:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvers vegna verðum við skotin í sumum frekar en öðrum? Hvað er það eiginlega sem fær okkur til að laðast að öðru fólki? Áhugaverðar spurningar, því hver hefur ekki komið sjálfum sér á óvart með því að laðast óstjórnlega að einhverjum sem líkist alls ekki fyrri elskhugum eða ástkonum. Aðlöðun virðist velta á samspili fjölmargra þátta og vísindarannsóknir á fyrirbærinu eru fjölmargar. Sumir þáttanna eru líffræðilegir, aðrir sálfræðilegir og enn aðrir hafa með félagslegt umhverfi okkar að gera.

Hér eru tíu áhugaverð atriði sem vísindamenn hafa komist á snoðir um í rannsóknum á aðlöðun:

1. Við höfum tilhneigingu til að laðast að þeim sem líkjast okkur. Hjónasvipur er sem sagt vísindalegt fyrirbæri. Í rannsókn voru gagnkynhneigðar konur og karlmenn beðin um að skoða nokkrar andlitsmyndir og gefa þeim einkunn. Ein myndanna var andlit þátttakandans, sem hafði með tölvutækni verið breytt í hitt kynið. Þetta var það andlit sem þátttakendum þótti mest aðlaðandi.

2. Þetta hljómar kannski örlítið krípí, en við virðumst líka laðast að fólki sem minnir á foreldra okkar. Til dæmis hefur komið í ljós að þeir sem eiga eldri foreldra laðast frekar að eldra fólki.

3. Ef líkami þinn er í æsingsástandi (til dæmis eins og eftir líkamsrækt), og þú hittir einhvern álitlegan ertu líklegri til að finna fyrir aðlöðun en ella. Þetta er talið gerast vegna þess að þú misskilur líkamleg merki um æsing og upplifir að þau séu af völdum einstaklingsins. Þú lítur djúpt í augun og finnur hita í kinnum og hraðari hjartslátt en horfir framhjá því að líklega er ástandið til komið vegna crossfit-tímans sem þú varst að koma úr.

4. Það er engin lygi að kortér í fimm breytast allir í lostagoð og gyðjur. „Bjórgleraugu“ eru nefnilega raunverulegt fyrirbæri. Því meira sem þú drekkur á barnum, því meira aðlaðandi upplifir þú fólkið í kringum þig. Áfengið hefur líka áhrif á það hversu girnileg við upplifum okkur sjálf – enda oft talað um það sem sjálfstraust í fljótandi formi.

5. Ef þú ert að leita að langtíma rómantísku sambandi, er líklegt að þú hafir meiri áhuga á þeim sem eru dálítið erfiðir og falla ekki fyrir þér eins og skot. Þarna er kannski að verki sama lögmál og gildir um aðra fágæta muni sem mannskepnan girnist.

6. Pikköpplínur virka sjaldan – þetta hafa vísindin leitt í ljós. Bæði konur og karlar kjósa miklu frekar að heyra eitthvað einlægt og einfalt, eins og hæ, halló, viltu dansa, eða hvernig þekkir þú gestgjafann… Línur eins og „hei ég er með tannpínu, þú ert aðeins of sæt“ eða „ég er eldfjallafræðingur, má ég síga ofan í sprunguna þína?“ eða „var ekki vont að detta af himnum ofan?“ eru mun ólíklegri til að virka.

7. Aðlöðun er samspil margra skynfæra. Það skiptir ekki bara máli hvernig manneskjan lítur út, heldur hvernig hún lyktar, hvernig bragð er af munni hennar við fyrsta kossinn, hvernig röddin hljómar og hvernig hún snertir þig.

8. Tíðahringur gagnkynhneigðra kvenna hefur áhrif á það hvers konar körlum þær laðast að. Í kringum egglos laðast þær frekar að mönnum með ytri einkenni karlmennsku og testósteróns, eins og djúpa rödd, vöðvamassa, hæð og hárvöxt. Kvenlegri gaurar eiga meiri séns utan egglostímans.

9. Gagnkynhneigðir karlmenn eru sérstaklega veikir fyrir rauðklæddum konum. Enginn annar litur á séns í þann rauða. Möguleg skýring á þessu gæti verið sú að ýmsir líkamspartar kvenna roðna við kynferðislega örvun. Nýleg rannsókn leiðir að því líkur að konur, sem vilja láta frjóvga sig, nýti sér þetta ómeðvitað með því að klæðast rauðu á frjósemistíma tíðahringsins.

10. Árstíðirnar virðast skipta máli. En öfugt við það sem flestir halda eru það ekki sumrin sem æra okkur af losta. Í rannsóknum hefur komið fram að gagnkynhneigðir karlmenn verða sjúkari í líkama kvenna á veturna, en ekki á sumrin þegar sést í meira hold.

Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi

www.raggaeiriks.com

Tímapantanir og spurningar: raggaeiriks@gmail.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svarar fyrir meint framhjáhald – Segist ekki hafa verið að stinga undan konunni

Svarar fyrir meint framhjáhald – Segist ekki hafa verið að stinga undan konunni
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Rekinn fyrir að mæta ekki í vinnuna og krafðist þá bóta

Rekinn fyrir að mæta ekki í vinnuna og krafðist þá bóta
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mbappe gefur lítið fyrir eigið afrek

Mbappe gefur lítið fyrir eigið afrek
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.