fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025

Var í framlínunni í baráttunni gegn COVID-19 – Sjáðu þegar hún fékk loksins að hitta dætur sínar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 4. júní 2020 08:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af hjartnæmu augnabliki þegar móðir kemur heim til dætra sinna eftir níu vikna fjarveru hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.

Suize Vaughan er 43 ára og á tvær dætur, Hettie sem er sjö ára og Bellu sem er níu ára. Hún var frá dætrum sínum í níu vikur til að vera í framlínunni í baráttunni gegn COVID-19 í Bretlandi.

Í myndbandi, sem birtist fyrst á Twitter, má sjá Suize læðast upp að dætrum sínum. Dætur hennar voru heima hjá systur Suzie, Charlotte, þessar níu vikur.

„Við töluðum um að þetta yrði í mesta lagi mánuður, en í upphafi faraldursins vissi enginn hvað væri fram undan,“ segir Suzie í samtali við The Sun.

„Það var magnað að hitta þær aftur. Ég hef saknað þeirra skelfilega. Mér leið illa þegar þær byrjuðu að gráta en ég er svo fegin að vera komin aftur til þeirra,“ segir Suzie. „Þegar þær fara að sofa þá spyrja þær: „Er mig að dreyma mamma?““

Sameinaðar á ný.

Erfið ákvörðun

Suzie segir að það hafi verið erfið ákvörðun að vera frá dætrum sínum en nauðsynlegt.

„Ég þurfti bara að minna mig á að með þessu væri ég að tryggja öryggi þeirra, ég hafði áhyggjur að ég myndi koma heim með veiruna,“ segir hún.

„Þetta var mjög erfið ákvörðun en þetta var fórn sem ég þurfti að færa. Það var mjög erfitt að fara frá þeim og ég bjóst aldrei við að ég yrði frá þeim í níu vikur.“

Suize vann tólf tíma dag- og kvöldvaktir í framlínunni gegn COVID-19. En mæðgurnar eru nú sameinaðar á ný.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sendiherra fór í hart við íslenska ríkið út af yfirvinnugreiðslum – Hafði ekki erindi sem erfiði og dómari lét hann heyra það

Sendiherra fór í hart við íslenska ríkið út af yfirvinnugreiðslum – Hafði ekki erindi sem erfiði og dómari lét hann heyra það
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Helgi segir Samhjálp vera góða nágranna – „Aumingi er sá sem níðist á þeim sem eru minni máttar“

Helgi segir Samhjálp vera góða nágranna – „Aumingi er sá sem níðist á þeim sem eru minni máttar“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Símon Grimmi vildi dæma Albert í fangelsi í 30 mánuði – „Samt sem áður ekki ótrúverðugur í sjálfu sér“

Símon Grimmi vildi dæma Albert í fangelsi í 30 mánuði – „Samt sem áður ekki ótrúverðugur í sjálfu sér“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segist vera í formi ferilsins

Segist vera í formi ferilsins
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þrálátur kvilli sagður tengjast vinsælum megrunarlyfjum

Þrálátur kvilli sagður tengjast vinsælum megrunarlyfjum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti