fbpx
Sunnudagur 19.október 2025

Jenna Marbles biðst afsökunar á gömlum myndböndum og hættir á YouTube

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 26. júní 2020 09:16

Jenna Marbles. Á myndinni til hægri má sjá þegar hún var að herma eftir Nicki Minaj og notaði blackface.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjarnan Jenna Marbles er hætt á YouTube. Hún er ein af fyrstu YouTube-stjörnunum og hefur verið að gera myndbönd í áratug. Hún er með yfir 20 milljón fylgjendur á miðlinum en hefur ákveðið að segja þetta gott, allavega í bili.

Jenna greinir frá þessu í nýju myndbandi þar sem hún biðst einnig afsökunar á gömlum fordómafullum myndböndum. Meðal annars fyrir myndband þar sem hún notar  „blackface“ og hermir eftir rapparanum Nicki Minaj.

„Það var aldrei ætlun mín að nota „blackface.“ Ég veit ekki hvernig ég á að segja þetta en það skiptir ekki máli, það sem skiptir máli er að ég særði fólk. Og mér þykir það svo ótrúlega leitt,“ segir Jenna.

Jenna baðst afsökunar í myndbandi á YouTube-síðu sinni sem hefur þegar fengið þrjú milljón áhorf.

https://www.youtube.com/watch?v=Yz3mQhuMACs

Jenna baðst einnig afsökunar á myndböndum þar sem hún stundaði drusluskömm og myndbandi þar sem hún rappar: „Hey ching chong ling wong shake your king kong ding dong.“

Samfélagsmiðlastjarnan hefur tekið mörg gömul myndbönd úr birtingu. „Ég skammast mín fyrir margt í fortíð minni og ég hef fengið mörg skilaboð frá fólki að spyrja mig af hverju ég hef tekið mörg myndbanda minna úr birtingu,“ segir Jenna.

Hún sagði að gömlu myndböndin séu sönnun þess að hún hefur „þroskast“ síðastliðinn áratug, sem hún er „stolt“ af. En hún ákvað að taka myndböndin úr birtingu þar sem hún vill ekki móðga neinn eða særa. Jenna segist vera innilega miður sín yfir myndböndunum.

„Ég held ég ætli að taka mér pásu frá þessari YouTube-rás, ég veit ekki hvort það sé að eilífu. Ég veit ekki hversu lengi. Ég vil bara vera viss um að það sem ég geri særi ekki neinn. Þannig já. Ég er hætt í bili.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“
Fréttir
Í gær

Þroskaþjálfa á Sólheimum sagt fyrirvaralaust upp störfum – „Bara refsing fyrir að tjá sig“

Þroskaþjálfa á Sólheimum sagt fyrirvaralaust upp störfum – „Bara refsing fyrir að tjá sig“
Fókus
Í gær

The Legend of Springsteen til Íslands

The Legend of Springsteen til Íslands
433Sport
Í gær

Ræddu tíðindin af Viðari – „Þessir þjálfarar taka stundum skrýtnar ákvarðanir“

Ræddu tíðindin af Viðari – „Þessir þjálfarar taka stundum skrýtnar ákvarðanir“
Fréttir
Í gær

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.