fbpx
Mánudagur 01.júní 2020
Bleikt

Almenningur kemur hjúkrunarfræðingi til varnar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 22. maí 2020 13:45

Nadia er hjúkrunarfræðingur á COVID-deild í Rússlandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndir af rússneskum hjúkrunarfræðing hafa farið eins og eldur í sinu um netheima. Í kjölfarið hafa þekkt fólk í Rússlandi tjáð sig um málið og komið hjúkrunarfræðingnum til varnar.

Nadia, 23 ára, vinnur á COVID-deild fyrir karlmenn á sjúkrahúsi í Rússlandi. Hún þarf að klæðast hlífðargalla í vinnunni. Hún var aðeins í undirfötum undir gallanum, sem er hálf gegnsær, þegar sjúklingur tók myndir af henni sem fóru svo á dreifingu um netið.

Nadia sagði yfirmönnum að henni hafi verið of heitt til að vera í venjulegum fatnaði undir gallanum og þess vegna hafi hún verið á undirfötunum. Mirror greinir frá.

Enginn sjúklingur á deildinni, sem eru aðeins karlmenn, kvartaði yfir henni en engu að síður ætluðu yfirmenn sjúkrahússins að beita hana viðurlögum.

Almenningur hefur komið Nadiu til varnar. Henni var meira að segja boðið að sitja fyrir í auglýsingu fyrir undirfatamerkið Miss X.

Stuðningur úr öllum áttum

Tvær myndir af Nadiu fóru á dreifingu um internetið. Það má sjá undirföt hennar í gegnum hlífðargallann og tók sjúklingur á deildinni sem myndirnar.

Hingað til hefur Nadia ekki tjáð sig opinberlega um málið. Dr Anastasia Vasilyeva, formaður Doctor‘s Alliance, sagðist vera reiðubúin að aðstoða Nadiu ef viðurlögum yrði beitt.

„Við munum styðja hana ef hún leitar til okkar,“ segir hún.

„Við þurfum að beina athygli okkar að hlífðargallanum, ekki undirfötum hennar. Hlífðargallinn fullnægir ekki stöðlum, hann virðist vera gerður úr einhvers konar plasti. Í fyrsta lagi á hlífðargalli aldrei að vera gegnsær, hann á að vera úr allt öðru efni.“

Hjúkrunarfræðingurinn Oksana Drybo vinnur á sama sjúkrahúsi og Nadia. Hún segir að það sé mikilvægt að fólki viti af hverju þetta hafi gerst. Það var ekki til réttur fatnaður sem hjúkrunarfræðingar og læknar eiga að klæðast undir hlífðargallanum, og Nadiu var allt of heitt í venjulegum fatnaði.

Opinberar persónur í Rússlandi hafa komið Nadiu til varnar, þar á meðal fyrrum hnefakappinn Nikolai Valuev. Hann hvatti almenning til að taka þátt í undirskriftasöfnun til stuðnings Nadiu.

Stjórnmálamaðurinn Vitaly Milonov sagði að það ætti ekki að beita Nadiu viðurlögum. „Þetta var ekki gert af illsettu ráði, ég er viss um að hún skammist sín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Bieber-hjónin í hart við lýtalækni

Bieber-hjónin í hart við lýtalækni
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Leikkona birtir umdeilda mynd af sér með andlitsgrímu

Leikkona birtir umdeilda mynd af sér með andlitsgrímu
Bleikt
Fyrir 1 viku

Keypti hluti úr yfirgefinni geymslu og fann stóra vatnsflösku fulla af mynt

Keypti hluti úr yfirgefinni geymslu og fann stóra vatnsflösku fulla af mynt
Bleikt
Fyrir 1 viku

Halldóra hugsaði „af hverju ég“ í sex ár – Nú grætur hún af þakklæti

Halldóra hugsaði „af hverju ég“ í sex ár – Nú grætur hún af þakklæti
Bleikt
Fyrir 1 viku

Innlit í níu glæsihýsi að andvirði 81 milljarða

Innlit í níu glæsihýsi að andvirði 81 milljarða
Bleikt
Fyrir 1 viku

Gefur fimm ára syni sínum brjóst og neitar að hætta fyrr en hann verður átta ára

Gefur fimm ára syni sínum brjóst og neitar að hætta fyrr en hann verður átta ára
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ryan Seacrest neitar að hafa fengið slag í beinni útsendingu American Idol

Ryan Seacrest neitar að hafa fengið slag í beinni útsendingu American Idol
Bleikt
Fyrir 1 viku

„Einn strákur sagði öllum skólanum að ég væri eins og api“

„Einn strákur sagði öllum skólanum að ég væri eins og api“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.