fbpx
Sunnudagur 31.maí 2020
Bleikt

Jeffree Star lætur tíu ára son Kourtney Kardashian heyra það

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 8. apríl 2020 12:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jeffree Star er bandarísk samfélagsmiðlastjarna, snyrtivörumógull og milljónamæringur. Hann er afar vinsæll á YouTube, með yfir 17 milljón fylgjendur, og á fyrirtækið Jeffree Stars Cosmetics.

Mason Disick er tíu ára sonur raunveruleikastjarnanna Kourtney Kardashian og Scott Disick.

Fyrir stuttu gagnrýndi Mason Jeffree Star í beinni útsendingu á Instagram. Síðan þá hefur Kourtney eytt Instagram-síðu hans. Hún sagði ástæðuna fyrir því vera að Mason er aðeins tíu ára og samkvæmt reglum Instagram þurfa börn að vera orðin þrettán ára til að mega nota miðillinn.

„Jeffree Star er ógeðslega dekraður,“ sagði Mason um snyrtivörumógulinn.

Jeffree lendir reglulega í alls konar drama á netinu og ákvað að svara fyrir sig á Twitter.

„Fyrir sex árum var ég aðeins með 70 þúsund krónur inn á bankareikningnum. Kannski er hann að ruglast á sínum forréttindum og mínum, þar sem ég komst af eigin rammleik þangað sem ég er í dag. Vonandi getur faðir hans útskýrt þetta fyrir honum bráðlega.“

Netverjar hafa velt fyrir sér hvort Jeffree sé að vísa í forsíðuviðtal Kylie Jenner hjá Forbes. Þar var hún kölluð yngsti „sjálfgerði“ (e. self-made) milljarðamæringur allra tíma. Kylie Jenner er yngri systir Kourtney Kardashian.

Forsíðan var harðlega gagnrýnd og tjáði Jeffree sig um málið á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Raunveruleikastjarna svarar fyrir „stranga megrun“ sonar síns

Raunveruleikastjarna svarar fyrir „stranga megrun“ sonar síns
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sannleikurinn á bak við „ógnvekjandi manninn“ í bakgrunn hjá Jennifer Lopez

Sannleikurinn á bak við „ógnvekjandi manninn“ í bakgrunn hjá Jennifer Lopez
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Khloé Kardashian sögð vera óþekkjanleg á nýjum myndum

Khloé Kardashian sögð vera óþekkjanleg á nýjum myndum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar – Sjálfsvorkunn fer þér ekkert sérlega vel

Stjörnuspá vikunnar – Sjálfsvorkunn fer þér ekkert sérlega vel
Bleikt
Fyrir 1 viku

Gefur fimm ára syni sínum brjóst og neitar að hætta fyrr en hann verður átta ára

Gefur fimm ára syni sínum brjóst og neitar að hætta fyrr en hann verður átta ára
Bleikt
Fyrir 1 viku

Jason Derulo borðaði maísstöngul og gerði allt vitlaust

Jason Derulo borðaði maísstöngul og gerði allt vitlaust
Bleikt
Fyrir 1 viku

„Einn strákur sagði öllum skólanum að ég væri eins og api“

„Einn strákur sagði öllum skólanum að ég væri eins og api“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Twilight stjarna látin aðeins þrítug að aldri

Twilight stjarna látin aðeins þrítug að aldri

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.