fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025

Ljóstrar upp hvern var verst að kyssa á hvíta tjaldinu: „Ég lokaði munninum á leifturhraða“

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 4. janúar 2020 11:30

Zac og Ashley.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Zac Efron er einn af hjartaknúsurum heimsins og hefur slegið sér upp með ýmsum konum á hvíta tjaldinu. Leikkonan Ashley Tisdale ljóstrar því hins vegar upp í nýju viðtali við tímaritið Elle að kossinn hennar og Zac í The Suite Life of Zack & Cody væri hennar versti á ferlinum.

„Ég skal segja ykkur af hverju hann var verstur, ókei?“ hefur Ashley frásögnina. „Þetta er versti kossinn því við erum svo náin og hann [Zac] er eins og bróðir minn. Á þessum tíma var hann vanur að leika fyrir Warner Bros en við vorum að leika saman í þætti fyrir Disney-rásina,“ heldur Ashley áfram, en þau Zac urðu góðir vinir við gerð fyrstu High School Musical-myndarinnar.

„Hann reyndi að kyssa mig með tungunni og ég sagði: Farðu burt frá mér. Ég lokaði munninum á leifturhraða og sagði: Þetta er Disney-rásin! Við kyssum ekki svona á Disney-rásinni! Það er bara skrýtið þegar maður er svona náinn einhverjum. Við höfðum gert High School Musical. Ég hafði þekkt hann í áraraðir. Þess vegna er þetta versti kossinn. Við vorum bara of náin,“ segir leikkonan.

Ashley og Zac léku í tveimur öðrum High School Musical-myndum og eru enn góðir vinir í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rifjar upp uppskriftina að árangri gullkynslóðarinnar í ljósi umræðunnar undanfarið

Rifjar upp uppskriftina að árangri gullkynslóðarinnar í ljósi umræðunnar undanfarið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fá á baukinn fyrir að bjóða dæmdum manni í heimsókn

Fá á baukinn fyrir að bjóða dæmdum manni í heimsókn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.