fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025

Ashley Graham sýnir slitförin eftir meðgönguna

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 1. ágúst 2020 21:00

Ashley Graham var byrjuð að berjast fyrir líkamsvirðingu löngu áður en hún varð ólétt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ashley sem er svokölluð „plus size“ eða „curvy“ fyrirsæta er harður málsvari jákvæðrar líkamsímyndar og draumur hennar er að öllum konum líði vel í eigin skinni, óháð stærð og vaxtarlagi. Hún hefur verið dugleg að breiða út boðskapinn bæði í leik og starfi og árið 2016 varð hún fyrsta fyrirsætan í fatastærð 16 sem prýddi forsíðu sundfataútgáfu tímaritisins Sports Illustrated. Hún fer einnig mikinn á samfélagsmiðlum og gerir í því að sýna líkama sinn frá öllum sjónarhornum. „Ég vil að fólk átti sig á því að við höfum öll eitthvað sem samfélagið kennir okkur að hylja en af hverju gerum við það? Svo að ég sýni allt mitt og er stolt.“

Myndataka í garðinum: Eiginmaðurinn Justin tók myndina heima hjá þeim í Nebraska.

Ashley og maðurinn hennar eignuðust sitt fyrsta barn í janúar, soninn Isaac, og hún segist hafa þurft að sættast við nýja líkamann. „Ég er þyngri. Ég er með slit og í byrjun þurfti ég að tala mig til og hugsa; ok, nýr líkami kallar á nýjan hugsunarhátt,“ segir Ashley sem segir þessa nýjustu myndibirtingu hafa hjálpað sér í þeim efnum. „Myndatakan var svo valdeflandi því mér leið vel og fannst ég líta vel út. Þetta er nýi mömmulíkaminn minn,“ segir Ashley sem neitaði að láta lagfæra myndina með myndvinnslubúnaði.„Ég vil að fólk sjái mig alveg eins og ég er því allir hafa sögu að segja.“

Sundföt fyrir alla: Ashley situr fyrir í bikiníi frá Swimsuits for All.
Falleg fjölskylda: Ashley, Justin og Isaac litli.
https://www.instagram.com/p/B8KOJLfAm5z/
Credit: Ashley Graham/Instagram

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Jólagleðin hafin á skautasvellinu við Ingólfstorg

Jólagleðin hafin á skautasvellinu við Ingólfstorg
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Algengt krydd gæti bætt þunglyndi og kynlíf

Algengt krydd gæti bætt þunglyndi og kynlíf
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 15 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Ungmennafélagsandinn og Einar Kárason

Óttar Guðmundsson skrifar: Ungmennafélagsandinn og Einar Kárason

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.