fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025

Opna sig um líkamlega ástúð og nánd í sambandinu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 12. maí 2020 13:44

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shane og Hannah hafa verið saman í fjögur ár. Þau halda úti vinsælli YouTube-rás með yfir 589 þúsund fylgjendur. Parið sýnir frá daglegu lífi sínu sem mörgum þykir einstaklega áhugavert sökum þess að Shane er fatlaður en Hannah ekki.

„Við áttuðum okkur á því að fólk þykir samband okkar ansi sérkennilegt. Annað okkar er með alvarlega vöðvarýrnun og notar hjólastól, hitt okkar gerir það ekki,“ segir parið í lýsingu fyrir YouTube-síðu sína.

Í nýjasta myndbandinu ræða þau um líkamlega ástúð og nánd. Þau eru orðin langþreytt á því að fólk trúi ekki að þau séu alvöru par.

„Síðan við byrjuðum á YouTube höfum við tekið eftir því að það er alltaf einhver dónalegur og fáfróður sem trúir ekki að við séum alvöru par,“ segir Shane.

„Vegna þess að við kyssumst ekki „með ástríðu“ fyrir framan myndavélina, þá erum við ekki alvöru par samkvæmt þessum aðilum,“ segir Hannah.

Þau lesa síðan nokkur ummæli frá fólki sem segist vilja sjá þau kyssast „með tungu“ og að Hannah „sleiki andlitið“ á Shane til að „sanna að þau séu alvöru par.“

„Við ætlum að byrja myndbandið upp á nýtt og gefa ykkur það sem þið viljið,“ segir Shane. Hannah tekur utan um Shane og sleikir hann í framan á meðan hann talar um daginn og veginn.

Að öllu gríni slepptu

Í myndbandinu ræða Shane og Hannah um líkamlega ástúð og nánd í sambandinu. Þau hafa verið saman í fjögur ár og var sambandið þeirra einstaklega ástríðufullt í upphafi þess.

„Það stigmagnaðist bara vegna þess að við vorum í fjarsambandi, þannig í hvert skipti sem við hittumst gátum við varla látið hvort annað í friði,“ segir Hannah og bætir við að þau hafi verið á mörkunum að vera beinlínis pirrandi.

Þau ræða síðan um hvernig þau eru náin, eins og að þau sofa nakin, kúra á morgnana og haldast í hendur yfir sjónvarpinu.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Segir óvini Þórdísar Kolbrúnar haldna þrælslund

Segir óvini Þórdísar Kolbrúnar haldna þrælslund
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ferð til Íslands breyttist í martröð – Lést í brúðkaupsferðinni

Ferð til Íslands breyttist í martröð – Lést í brúðkaupsferðinni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Carragher biðst afsökunar

Carragher biðst afsökunar
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.