fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025

Hún hætti að vinna til að dekra við eiginmann sinn: „Ég er klárlega ekki kúguð kona“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 30. september 2019 13:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir ári síðan sagði Katrina Holte upp vinnunni til að hefja nýtt líf sem húsmóðir. Dagar hennar snúast um að elda, þrífa, þvo þvott og sauma föt. Hún segir frá þessu nýja lífi í viðtali við Mirror.

Katrina, 30 ára, er gift Lars, 28 ára. Venjulegur dagur hjá henni er allt öðruvísi en hann var fyrir ári síðan þegar hún sagði upp vinnunni til að verða húsmóðir innblásin af sjötta áratug síðustu aldar.

Katrina vann í launadeild fyrirtækis en ákvað að segja skilið við það líf til að lifa svokölluðum „vintage lífsstíl“.

„Mér líður eins og ég sé að lifa eins og mig hefur alltaf langað. Þetta er draumalíf mitt og eiginmaður minn deilir þessari sýn með mér,“ segir Katrina.

Katrina og Lars.

Hún byrjar alla morgna klukkan 6:30 til að finna til föt fyrir Lars. Síðan fer hún í eldhúsið og gerir fyrir hann morgunmat og pakkar hádegismat í box fyrir hann sem hann getur tekið með sér í vinnuna.

Eftir morgunmat gerir hún 15 mínútna „vintage“ æfingu.

„Hreyfing á fjórða, fimmta og sjötta áratugnum var mikið rólegri. Það var mikið af teygjum og upphitun,“ útskýrir Katrina.

„Þessar æfingar halda mér í formi svo að ég geti passað í 1950 kjólana mína.“

Hún eyðir síðan deginum í að þrífa, þvo þvott og strauja. Þegar líða fer á daginn byrjar hún að undirbúa kvöldmat, sem er alltaf eldaður frá grunni og tilbúinn á réttum tíma.

„Þetta er mikil vinna. Ég sé um mikið uppvask, þvott og strauja mikið, en ég elska það og það hjálpar að hugsa um eiginmann minn og það gerir mig mjög hamingjusama. Eiginmaður minn er mjög þakklátur fyrir allt sem ég geri,“ segir hún.

Það er alltaf matur tilbúinn þegar Lars kemur heim úr vinnu.

„Hann ólst upp í húsi þar sem hann hjálpaði móður sinni að elda og þrífa, þannig hann er engan veginn stjórnsamur. Hann er ljúfasta manneskja sem ég hef kynnst. Ef það skyldi koma fyrir að maturinn væri seinn, þá myndi hann ekki gera vesen úr því. En ég get séð að það skiptir máli fyrir hann að matur sé venjulega á sama tíma.“

Katrina segir að eiginmaður hennar er þreyttur þegar hann kemur heim úr vinnu. „Ég held að menn þurfa að vera dekraðir af konum sínum af og til,“ segir hún.

„Þegar Lars kemur heim vill hann hengja sjálfur upp jakkann sinn, sem truflar mig ekki. Ég las í bók frá 1950 að ef karlmaður vill hengja upp sinn eigin jakka þá ætti þér ekki að líða eins og lélegri húsmóður,“ segir Katrina.

Katrina tekur hlutverki sínu sem 1950 húsmóður alvarlega.

Katrina hefur tekið hlutverk sitt sem hefðbundin húsmóðir frá sjötta áratugnum alla leið og klæðir sig í takt við það. Hún saumar sjálf kjóla í anda fimmta og sjötta áratugarins. Heimili þeirra er meira að segja innblásið af því tímabili.

„Ég aðhyllist gamaldags gildi, eins og að vera húsmóðir, að hugsa um fjölskyldu þína og að hafa heimili þitt í frábæru ástandi, svo allir geti slakað á.“

Húsgögnin hennar eru einnig gamaldags.

Katrina horfir ekki á nýlega sjónvarpsþætti eða kvikmyndir heldur aðeins þætti frá sjötta og sjöunda áratugnum eins og I Love Lucy og The Donna Reed Show. Hún les einnig gamlar bækur og hlustar á klassíska tónlist á plötuspilara sínum.

Katrinu finnst gaman að klæða sig upp.

Hún heldur því fram að þessi lífsstíll sé hennar val og hefur ekkert með eiginmann sinn að gera.

„Hann myndi aldrei búast við þessu frá mér samt. Þetta var mín hugmynd að lifa svona. Þetta hefur alltaf verið draumur minn síðan ég var lítil. Á ákveðinn hátt er hann að þjóna mér því hann þénar mikið meira en ég geri og hann veit hvað ég vill gera. Hann vinnur langa vinnudaga og lætur drauma mína rætast, svo ég reyni að láta hans drauma rætast einnig. Þetta er jöfn sambúð,“ segir Katrina.

„Ég er opinská og klárlega ekki kúguð kona.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Orðið á götunni: Gagnrýni á falsfréttir Morgunblaðsins nú réttmæt – aðförin að eigendum Fréttablaðsins var það ekki

Orðið á götunni: Gagnrýni á falsfréttir Morgunblaðsins nú réttmæt – aðförin að eigendum Fréttablaðsins var það ekki
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arsenal langlíklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina

Arsenal langlíklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu