fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025

Hætti í vinnunni til að leita að hundinum sínum – 57 dögum síðar gerðist kraftaverkið

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 23. september 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verne King, frá Washington State, eyddi næstum tveimur mánuðum í að leita að hundinum sínum. Hundurinn er af tegundinni border collie, heitir Katie og er sjö ára gömul. Verne King neitaði að gefast upp og gerði allt sem hún gat til að finna Katie, meðal annars að hætta í vinnunni.

Katie slapp út af hótel herbergi í júlí í Montana, en hundurinn var á ferðalagi með Verne. Katie er félagslyndur hundur en smá fælin og er hún talin hafa verið hrædd við þrumur og eldingar þegar hún hljóp út af hótelherberginu meðan Verne var í kvöldmat með vinkonu sinni Carole.

Þærleituðu að Katie allt kvöldið, alla nóttina og fram eftir morgni. Næsta dag héldu þær áfram að leita, dreifðu og hengdu upp plaggöt með upplýsingum um Katie, bönkuðu á hurðar og biðluðu til almennings á samfélagsmiðlum.

„Þetta var skelfilegt, mér leið hræðilega,“ sagði Verne King við Daily Inter Lake.

Dagar breyttust í vikur og Katie var ennþá týnd.

„Ég gafst aldrei upp. Ég missti aldrei vonina,“ segir Verne. Hún sagði upp vinnunni til að halda áfram að leita að Katie.

Netverjar sýndu henni mikinn stuðning. Hún fékk ótal mörg skilaboð sem héldu vonar neista hennar logandi.

Verne segist halda að hún hafi hengt upp yfir 500 plaggöt. Snemma einn sunnudagsmorguninn, þann 15. september síðastliðinn, fékk hún símtal sem breytti öllu.

Maður sagðist hafa séð hund sem passaði við lýsinguna á Katie í garðinum sínum. Deginum áður hafði Verne hengt upp plaggöt í því hverfi.

Hún og vinkona hennar fóru þangað, en þá var hundurinn farinn. Þær ákváðu að ganga um hverfið og hittu par í göngutúr. Þær spurðu hvort þau hefðu séð border collie hund, sem þau höfðu ekki gert. En maðurinn sagðist hafa séð svartan hund á leið norður.

Verne rétti parinu plaggat og ætlaði að halda áfram ferð sinni. „Konan var að halda áfram og bendir síðan á tré þar sem var mikið myrkur og spurði hvort þetta væri hundurinn minn,“ segir Verne.

„Ég sneri mér við og þetta var Katie! Ég hljóp að henni og hélt utan um hana, ég ætlaði ekki að sleppa. Tárin runnu niður kinnar mínar, við vorum öskrandi, allir að gefa hvort öðru fimmu og knúsa hvort annað. Fólk var að stoppa bílana sína og koma út til að knúsa okkur. Ég held að allt hverfið hafi vitað að við fundum hana.“

Verne fór með Katie til dýralæknis til að meta stöðu hennar. Katie hafði misst um 5,4 kg og þjáðist af miklum vökvaskorti og mjög hungruð.

„Dýralæknirinn kom upp að henni og spurði: „Er þetta hin fræga Katie?“ Og augu hennar urðu vot. Mér þótti vænt um það,“ segir Verne.

Hin sjö ára Katie þarf að vera á sérstöku fóðri um tímabil en allir eru vongóðir um að hún muni ná sér að fullu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Stjórinn undir pressu og tvö áhugaverð nöfn á blaði

Stjórinn undir pressu og tvö áhugaverð nöfn á blaði
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Einn besti leikmaður City að verða samningslaus – Guardiola segir að hann ráði för

Einn besti leikmaður City að verða samningslaus – Guardiola segir að hann ráði för
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Elton John orðinn blindur á öðru auga – „Þetta er búið að vera hræðilegt“

Elton John orðinn blindur á öðru auga – „Þetta er búið að vera hræðilegt“
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Veron fær þungan dóm – Neituðu að standa heiðursvörð fyrir meistarana

Veron fær þungan dóm – Neituðu að standa heiðursvörð fyrir meistarana
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

FIFA gæti fengið á sig kærur eftir að Ronaldo fékk sérmeðferð

FIFA gæti fengið á sig kærur eftir að Ronaldo fékk sérmeðferð
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Súlunesmálið dómtekið – Margrét sögð glíma við röskun sem olli því að foreldrar hennar tjáðu sig með bréfaskriftum

Súlunesmálið dómtekið – Margrét sögð glíma við röskun sem olli því að foreldrar hennar tjáðu sig með bréfaskriftum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.