Sunnudagur 19.janúar 2020
Bleikt

Sigga og Kalli í það heilaga – Svona eiga þau saman

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 1. september 2019 11:30

Karl og Sigga Eyrún.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónelsku turtildúfurnar Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, eða Sigga Eyrún, og Karl Olgeirsson, oftast kallaður Kalli, gengu í það heilaga nýverið eftir nokkurra ára samband. Hamingjan geislar af þeim og hafa þau staðið þétt við bak hvort annars í gegnum súrt og sætt. DV lék því forvitni á að vita hvernig þau passa saman ef litið er í stjörnumerkin.

Sigga er naut og Kalli er vog og það má með sanni segja að hér sé um fullkomna blöndu að ræða. Þarna mætast tveir helmingar og verða að einni heild. Það er líkt og örlögin hafi gripið í taumana og sent þau til hvort annars þar sem þau leita bæði að öryggi í ástarsambandi og eru einstaklega listræn bæði tvö.

Sambandið þróaðist hægt og hugsanlega gerðu þau sér hvorugt grein fyrir að þetta gæti orðið til frambúðar. Hins vegar kemur smátt og smátt í ljós hve vel nautið og vogin passa saman. Nautið elskar sjarma vogarinnar því ef þrjóska nautið fær ekki sínu framgengt mætir ljúfa vogin á svæðið og græðir öll sár. Vogin á móti dýrkar hve munúðarfullt nautið er. Nautið og vogin hafa jafnframt mikið til að kenna hvort öðru. Vogin hjálpar nautinu að sjá mál frá öllum hliðum og nautið hjálpar voginni að vera ekki svona óákveðin.

Sigga Eyrún
Fædd: 09. maí 1976
naut

-áreiðanleg
-þolinmóð
-praktísk
-ábyrg
-þrjósk
-á erfitt með málamiðlanir

Kalli
Fæddur: 21. október 1972
vog

-samvinnuþýður
-félagslyndur
-kurteis
-diplómatískur
-óákveðinn
-forðast ágreining

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Faðir Meghan Markle snýst enn og aftur gegn henni

Faðir Meghan Markle snýst enn og aftur gegn henni
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Það sem strippari þénaði á nýárskvöld: „Þetta voru verstu og lengstu 15 mínútur lífs míns“

Það sem strippari þénaði á nýárskvöld: „Þetta voru verstu og lengstu 15 mínútur lífs míns“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Þau fara í trekant með öðrum konum nokkrum sinnum í viku: „Þetta er mikilvægt fyrir mig sem tvíkynhneigða konu“

Þau fara í trekant með öðrum konum nokkrum sinnum í viku: „Þetta er mikilvægt fyrir mig sem tvíkynhneigða konu“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Leonardo DiCaprio bjargaði manni frá drukknun

Leonardo DiCaprio bjargaði manni frá drukknun

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.