fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025

Þetta þýða martraðirnar okkar: „Því meira sem við höldum í neikvætt sjálfsmat því hræðilegri og martraðakenndari verða draumarnir okkar“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 27. ágúst 2019 21:10

Það er ónotalegt að fá martröð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hafa margir gaman að því að spá í draumana sína, skrifa þá niður og reyna að komast að því hvort þeir hafi einhverja þýðingu eða séu einhvers konar fyrirboðar. Þó gaman sé að dreyma þá er hræðilegt að fá martraðir. Í grein Huffington Post er farið ítarlega yfir það hvað martraðir þýða, eða þýða ekki.

„Matraðir eru tengdar við það að reyna að hjálpa þér með óþægilegar aðstæður í lífi þínu,“ segir draumaráðandinn Lauri Loewenberg í samtali við miðilinn. „Síendurtekin martröð er líklegast sprottin út frá erfiðum aðstæðum sem eiga eftir að leysast eða síendurteknu hegðunarmynstri sem leiðir til síendurtekinna erfiðra aðstæðna.“

Sem betur fer er yfirleitt lítið að marka martraðir en þó er hægt að ráða í martraðir í gegnum tákn og hluti, líkt og með drauma.

„Ef þú ert til dæmis oft í sambandi með eitraðri manneskju þá ertu líklegri til að fá martraðir um snáka sí og æ,“ segir Lauri. „Eða ef þú reynir ítrekað að forðast árekstra eða erfið vandamál í staðinn fyrir að leysa þau getur þú fengið matraðir þar sem þér finnst þú vera elt/ur.“

Martraðir og áfallastreita

Annar sérfræðingur sem Huffington Post talar við, Anthony Freire, segir að lágt sjálfsmat endurspeglist einnig oft í draumum okkar.

„Því meira sem við höldum í neikvætt sjálfsmat því hræðilegri og matraðakenndari verða draumarnir okkar,“ segir hann. Lauri bætir við að áföll geti einnig valdið martröðum. Þær matraðir eru „ekki tákn um neitt heldur frekar endurupplifun á áfallinu,“ segir hún og bætir við að slíkar martraðir séu beintengdar við áfallastreituröskun. Heilsubrestir eða lyf geta einnig valdið síendurteknum martröðum þó það sé ekki algengt.

Endurskrifum martraðir

Í grein Huffington Post er farið yfir nokkur góð ráð til að losna við martraðir. Ef að um síendurtekna martröð er að ræða er mælt með því að viðkomandi komast að rót vandans eða þess sem veldur martröðinni. Einnig er hægt að halda dagbók og bera saman það sem gerðist yfir daginn við það sem viðkomandi dreymir um nóttina. Þá er einfaldara að tengja saman orsök og afleiðingu. Það getur einnig verið gott að skrifa niður martraðir og endurskrifa þær. Þetta getur verið árangursríkt þegar að áföll valda martröðum.

„Ef þið prófið þessa tækni þá verðið þið að skrifa niður öll smáatriði um martröðina sem þið munið. Síðan þegar þið nálgist endann, sem er hræðilegasti parturinn, þá endurskrifið þið hann,“ segir Lauri.

Anthony mælir einnig með að sleppa því að horfa á sjónvarp, vera í síma eða snjallbretti klukkutíma fyrir svefninn þar sem sjónvarpsefni og kvikmyndir geta haft áhrif á svefninn okkar og drauma.

Ef ekkert af þessu gengur þá er mælt með að leita sér sérfræðiaðstoðar til að komast að rót vandans og binda enda á martraðirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tvö ensk stórlið auk Barcelona og Bayern á eftir pólsku ungstirni

Tvö ensk stórlið auk Barcelona og Bayern á eftir pólsku ungstirni
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Orðið á götunni: Áfallahjálp eða lífsleikninámskeið fyrir fallna ráðherra

Orðið á götunni: Áfallahjálp eða lífsleikninámskeið fyrir fallna ráðherra
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Mexíkó – Leikurinn utan opinbers landsleikjaglugga

Strákarnir okkar mæta Mexíkó – Leikurinn utan opinbers landsleikjaglugga
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband: Íslendingar sagðir hafa átt í götuslagsmálum í Taílandi

Myndband: Íslendingar sagðir hafa átt í götuslagsmálum í Taílandi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.