fbpx
Miðvikudagur 05.ágúst 2020
Bleikt

Heiðrún fer í saumana á megrunarkaffi: „Þetta er ekkert annað en hægðalosandi kúr“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðrún Finnsdóttir er tveggja barna móðir og CrossFittari. Hún bæði stundar CrossFit af kappi og þjálfar aðra. Heiðrún spáir mikið í næringu og heilsu, bæði líkamlegri og andlegri. Hún er með námskeiðið Allir geta eitthvað og heldur úti vefsíðunni builtbydottir.com.

Heiðrún sagði sögu sína í viðtali við DV fyrr á árinu.

Sjá einnig: Heiðrún prófaði alla megrunarkúra sem völ var á: „Ég gafst upp“ – Fann sig í CrossFit

Heiðrún er dugleg að deila alls konar fróðleik tengdum heilbrigðu mataræði og hreyfingu á Instagram og Facebook.

Nýlega skrifaði hún færslu um svokallað „megrunarkaffi“, eða „skinny coffee“, og fer yfir nákvæmlega hvað þetta kaffi gerir og af hverju það virðist virka. Kaffið er komið á íslenskan markað og Heiðrún vill fræða konur áður en þær eyða pening sínum í enn aðra „töfralausnina.“

„Ég ætlaði mér alltaf að vera „out there“ og segja satt og rétt svo fólk viti hvað virkar og hvað er aðeins peningaeyðsla,“ segir Heiðrún í samtali við DV.

Kaffið sem Heiðrún talar um. Hún deilir þessum myndum með færslunni.

Heiðrún gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta færsluna sem hefur fengið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 

Við gefum Heiðrúnu orðið:

„Kaffi sem eykur brennslu, grennir þig og töfrar burt aukakílóin? Ég hafði heyrt af því á Instagram en aldrei í lífinu hélt ég að ég myndi sjá þetta á íslenskum markaði.

TLDR útgáfan, Skinny Coffee hefur vatns- og hægðalosandi áhrif. Þú ert ekki lengur full af skít og þess vegna lækkar talan á vigtinni svona hratt og svona fljótt.

Kaffi sem grennir þig á aðeins 28 dögum. Drekkur einn bolla á dag, þarft ekkert að hella upp á, það er instant og hrærir það bara út í heitt vatn! Eins og te.

Algjörlega brilliant, þarft ekkert að gera nema fylgja leiðbeiningunum. OG 12 vikna matar- og æfingaprógramminu sem fylgir með! Algjör snilld þetta kaffi er það ekki? Og kostar bara á bilinu 6000-7000 krónur! Eiginlega of gott til að vera satt?

Og það er raunin. Af hverju virkar það? Af hverju sér fólk strax árangur og af hverju hleypur fólk til og kaupir vöru sem það þarf ekkert á að halda?“

Heiðrún segir svarið vera einfalt.

„Góð markaðsetning og tíðar salernisferðir,“ segir hún.

„Sjáðu til, þetta kaffi hefur engan töfra mátt. Það er meira að segja verra á bragðið heldur en venjulegur bolli af svörtu kaffi eða svo hef ég heyrt.“

„Væntingar vs. veruleiki. Bolli á dag veldur drullu.“

Heiðrún fer síðan yfir innihald kaffisins.

„Skoðum aðeins innihaldið: Ground Coffee, Ground Green Coffee Beans, Spirulina, Garcinia Cambogia, Green Tea Extract, Siberian Ginseng.

Og pælum nú í því hvað þessi kokteill getur gert fyrir okkur.

Malað kaffi (e. Ground Coffe) – Rannsóknir benda til þess að kaffi eða koffín örvi ristilinn. Við erum ekki viss hvort það er kaffið eða koffínið en eitt er víst að þessi örvun kemur hægðum af stað og þú endar á salerninu. Koffín/kaffi er líka vatnslosandi.

Óristuð kaffibaun (e. Ground Green Coffee Beans) – Óunnin kaffibaun og ástæðan fyrir því að kaffið bragðast víst eins og mosi/gras. Hefur einnig áhrif á ristilinn og gettu hvað, það er vatnslosandi.

Grænt te (e. Green Tea extract) – Hefur verið notað af mannkyninu frá örófi alda til að koma reglu á hægðir og auka orku/úthald, hvort sem þú ert uppfull af skít sem þú kemur ekki frá þér eða með pípandi.

Heiðrún Finnsdóttir.

Virka innihaldsefnið? Að öllum líkindum koffín eins og kaffi en mundu, við erum ekki 100% viss um hvort er vatns- og hægðalosandi, kaffið eða koffínið. Sama með græna teið.

Spirulina – Þari, frábær prótín gjafi og góð fæðubót ef þú ert vegan eða geimfari. Ein af aukaverkefnum þessara fæðubótar er aukinn sviti, efnið er að sjálfsögðu vatnslosandi og gettu hvað? Örvar ristilinn og aftur, meiri líkur á tíðari klósettferðum.

Carcinia Cambogia – Verð að játa ég þekki þetta ekki en snögg skoðun bendir til þess að þetta sé vinsælt í allskonar töfralausnum sem eiga að hjálpa okkur að léttast.

Ginseng – Aftur, notað í háa herrans tíð af mannkyninu sem lækningajurt en gettu hver ein af aukaverkunum jurtarinnar? Jebb, niðurgangur.

Eigum við þá ekki bara að segja eins og er?

Þetta kaffi er bara vatnslosandi eins og allt annað kaffi. Þú sérð árangur strax því þú kúkar meira svo þér finnst þú léttari á þér og maginn minni. Talan á vigtinni lækkar því þú ert ekki lengur full af skít og vökva.

Þetta er ekkert annað en 28 daga á hægðalosandi kúr til að koma þér af stað í matarprógrammið og æfingaprógrammið sem vill svo heppilega til að fylgi vörunni. Þetta á að gera þig húkt á instant árangri með vatnslosandi efnum og telja þér trú um að þetta sé töfralausn en ekki erfiði 12 vikna líkamsrækta- og mataræðis prógramms.“

Að lokum segir Heiðrún:

„Googlaðu, fræddu þig og ekki láta glepjast af glansmyndinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 1 viku

Spáð í stjörnurnar – Lesið í Tarot Eivøru Pálsdóttur

Spáð í stjörnurnar – Lesið í Tarot Eivøru Pálsdóttur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnuspáin: Róbert Marshall og Brynhildur Ólafs eru sterk saman

Stjörnuspáin: Róbert Marshall og Brynhildur Ólafs eru sterk saman
Bleikt
Fyrir 1 viku

Dýra dótið hennar Kylie – sælgætisbleikur mömmubíll

Dýra dótið hennar Kylie – sælgætisbleikur mömmubíll
Bleikt
Fyrir 1 viku

George prins á afmæli – sjö ára í dag

George prins á afmæli – sjö ára í dag

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.