fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025

Svona varð hún húseigandi 22 ára gömul: Fékk enga aðstoð frá foreldrum eða bankanum

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 23. mars 2019 18:00

Hazel og nýja heimilið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hazel Wood frá Essex í Bretlandi varð húseigandi aðeins 22 ára gömul. Hún fékk enga fjárhagslega aðstoð frá foreldrum sínum né bankanum. Hazel er áhrifavaldur á samfélagsmiðlum og er með vinsæla YouTube rás.

Hún segir fylgjendum sínum frá því hvernig hún fór að því að safna og gefur ýmis sparnaðarráð á Daily Mail.

Eldhúskrókur Hazel.

Hazel tókst að safna rúmlega þremur milljónum krónum á tveimur árum. Samkvæmt henni þýðir ekki sparnaður að sleppa því að fara í ferðalög eða út með vinum.

„Ég þurfti að fórna miklu en ég gaf mér sjálfri vasapening mánaðarlega sem ég mátti nota í hvað sem ég vildi. Þau tvö ár sem ég var í sparnaði þá fór ég í mörg ferðalög. Ég setti pening til hliðar fyrir fram,“ segir hún.

„Með því að skipuleggja sig þá trúi ég því að ungt fólk getur stigið sín fyrstu skref á fasteignamarkaðinum.“

Hazel keypti sína fyrstu íbúð í júlí í fyrra.

„Ég sparaði yfir þrjár milljónir fyrir innborgun án þess að fá hjálp frá fjölskyldu minni. Hazel tók lán hjá Help to buy til að kaupa íbúðina sína.

Frá því að hún hefur verið unglingur hefur henni langað að eiga sitt eigið heimili. En hún byrjaði ekki að spara fyrir alvöru fyrr en hún varð tvítug. Á meðan hún sparaði bjó hún hjá foreldrum sínum. Hún fór yfir öll útgjöld og þurfti að gera ýmsar breytingar.

„Bara með því að skipta um bíl sparaði ég mér rúmlega fimmtán þúsund krónur á mánuði,“ segir hún.

„Ég sagði líka upp áskriftum af Spotify, Netflix og Hayu. Það allt saman telur.“

Hazel þurfti að fórna ýmsu eins og að fara á fína kokteilabari, versla ný föt eða fara út að borða.

„Stundum sparaði ég vasapeninginn minn og notaði hann til að fara í ferðalag. Ég fór reyndar í nokkur ferðalög yfir þessi tvö ár.“

Fimm sparnaðarráð Hazel:

  1. Gerðu plan. Ákveddu hversu mikinn pening þú vilt safna og gerðu plan yfir hversu langan tíma það mun taka þig að safna honum.
  2. Haltu fókus. Farðu og skoðaðu hús til að halda fókus. Það er spennandi (og frítt) til að gera um helgar.
  3. Skoðaðu hvar þú getur sparað. Skoðaðu í hvað þú ert að eyða pening og hvar þú getur sparað. Þarftu Spotify? Geturðu tekið nesti með í vinnuna frekar en að fara út að borða?
  4. Endurskoðaðu ferillinn þinn. Talaðu við yfirmann þinn og athugaðu hvort þú getur fengið launahækkun. Ef ekki athugaðu hvaða skref þú þarft að taka til að fá launahækkun.
  5. Verðlaunaðu sjálfa þig. Þetta er svo mikilvægt! Haltu upp á hvert skipti sem þú nærð mánaðarmarkmiði þínu með einhverju litlu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Þungt högg fyrir Arsenal þegar annasamar vikur eru framundan

Þungt högg fyrir Arsenal þegar annasamar vikur eru framundan
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Ragnhildur segir þetta kjarnann í að taka ábyrgð: „Eignaðu þér framkomu þína og skaðann sem hlaust af henni“

Ragnhildur segir þetta kjarnann í að taka ábyrgð: „Eignaðu þér framkomu þína og skaðann sem hlaust af henni“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 klukkutímum

Svarthöfði skrifar: Að hika er að tapa

Svarthöfði skrifar: Að hika er að tapa
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Cristiano Ronaldo mætir á fund Donald Trump í Hvíta húsinu í dag – Ekki komið til Bandaríkjanna í mörg ár

Cristiano Ronaldo mætir á fund Donald Trump í Hvíta húsinu í dag – Ekki komið til Bandaríkjanna í mörg ár
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Ísbirnir – Hörkuspennandi krimmi um samtímamálefni

Ísbirnir – Hörkuspennandi krimmi um samtímamálefni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Roy Keane gagnrýnir þennan leikmann enska landsliðsins – Segir hann of linan

Roy Keane gagnrýnir þennan leikmann enska landsliðsins – Segir hann of linan
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ástríðufull ræða Pep Guardiola – „Ef við megum ekki kalla þetta þjóðarmorð, hvað er það þá?“

Ástríðufull ræða Pep Guardiola – „Ef við megum ekki kalla þetta þjóðarmorð, hvað er það þá?“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.