Sunnudagur 19.janúar 2020
Bleikt

Guðrún skilar skömminni – Brjóstagjöf, fíkn og fæðingarþunglyndi: „Ég er alveg jafn tengd börnunum mínum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 13. desember 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Ósk, þriggja barna móðir úr Keflavík, opnar sig um brjóstagjöf í einlægum pistli á Facebook. Hún deilir pistlinum með öðrum mæðrum og gaf Bleikt góðfúslegt leyfi að deila með lesendum.

Guðrún Ósk á Naomi Stjörnu, 9 ára, Gabríelu Máney, 7 ára, og Leonard Stirni, 7 mánaða.

Í hvert skipti hefur brjóstagjöf varið stutt, en hún segir það ekki haft nein áhrif á samband sitt við börn sín.

„Ég og Leonard eigum mjög einstakt samband. Hann er algjör mömmustrákur og er mjög háður mér. Er það erfitt? Já stundum. En ég elska það samt, ég elska að hafa hann upp í og knúsa hann í kaf. Við gátum ekki notið brjóstagjafar nema í um fjórar vikur, samt erum við límd saman,“ segir Guðrún Ósk.

„Þessi mýta að móðir og barn tengist betur vegna brjóstagjafar er bull og finnst mér þetta skelfilegt að hafa fram á borði fyrir þær sem geta einfaldlega ekki verið með barn á brjósti. Og skammast sín svo fyrir það! Því heilbrigðisstarfsmenn segja að maður eigi að gera það?“

Ekki tabú

„Það á ekki að skammast sín fyrir að geta ekki verið með barn á brjósti, það á ekki að vera tabú. Ég var með hann í fjórar vikur en missti alla mjólk vegna sýkingar í legi og var lögð inn með sýklalyf í æð, allt í þökk til heimaljósunnar minnar sem hlustaði á mig,“ segir Guðrún Ósk.

„Ég var með Gabríelu Máney á brjósti í þrjá mánuði en hætti vegna þess að ég datt í það í útlöndum. Heimskulegt? Ég veit, en því miður er ég með sjúkdóm, fíknisjúkdóm sem er líka tabú!

Við erum samt jafn tengdar og ég og Leonard. Naomi stjarna var ekki á brjósti vegna fæðingarþunglyndis sem er eitt annað sem á ekki að vera skömm eða tabú. En við erum samt alveg jafn tengdar í dag þrátt fyrir að við þurftum að vinna fyrir því, eða ég í rauninni. Skammast ég mín? Já stundum, en ég reyni að gera það ekki, ég var bara veik? Get ég sagt það nógu oft að ég þoli ekki orðið tabú?“

Svefn

Guðrún Ósk segir umræðuna um að börn eigi að sofa í eigin rúmi vera heimskulega. Leonard sefur upp í hjá henni því þau bæði sofa betur þannig. Hún gerði það líka með dætur sínar þegar þær voru yngri. En henni dreymir um að eiga stórt rúm sem þau öll komast vel fyrir.

„Lifum, njótum og hugsum um okkur, ekki hvað aðrir gera. Okkar líf, okkar börn. Við 4 erum öll mjög hamingjusöm saman […] Hættum að skammast okkar eða skammast í öðrum!“

Margar mæður sammála

Færslan vakti mikla athygli í Facebook-hópnum Mæðra Tips. Rúmlega 50 ummæli hafa verið skrifuð við færsluna og taka margar mæður undir með Guðrúnu Ósk.

Guðrún Ósk heldur úti Instagram-síðu þar sem hún opnar sig og vekur athygli á ýmsum málefnum, eins og líkamsímynd og fíkn.

View this post on Instagram

Afþvi ég opnaði mig um daginn? Er þá ekki allt í góðu að gera það aftur? Í annarri speglamynd þó þessi sé filteruð. Lifið er ekki fullkomið, þó ég haldi það. Sé glansmyndar snöpp og horfi svo á heimilið mitt og bara “va get ég ekki gert betur” … Segi það svo upphátt við einhvern í kringum mig sem er hjá mér og segir bara “Guðrún það er nákvæmlega ekkert að heimili þínu” Eftir hinn póstinn minn um jákvæða likamsymins fór ég að hugsa hversu vel mér leið eftir hann. Að það væri í raun alvöru póstur um sjálfa mig á facebook. Nota samfélagsmiðla sem dagbók? Nei ég veit það ekki, er þetta ekki meir ég að opna mig um hluti sem eru enn taboo. Og þar sem ég er ekki lengur að blogga, afhverju þá ekki hér? Ég er ein með 3 börn. Ég er ekki fullkomin mamma og heimilið er oft í rúst. Ég er tæp í skapinu af þreytu og að bugast… Nei ekkert endilega vegna þess. Ég er líka með tvo skipta geðsjúkdóma! Ég er með fíknisjúkdóm og svo loksins frá því ég var 13 ára var ég greind með 27 ára gömul með jaðarpersonuleikaröskun. Ég fer í hægðir, lægðir. Ég er allskonar! En eitt sem ég veit er að ég er ekki vond mamma og er bara drullu dugleg í því hlutverki þó ég segi sjálf frá því einu sinni var ég það ekki þegar fíknisjúkdómurinn var að vinna sitt verk an þess að ég væri með tök á honum. Mér langaði svo að skrifa einhvað, því á fundi í gær talaði ég einmitt um þetta. Um sjálfa mig, að ég væri svona. Þarfir fólks að segja maður sé dottinn í það því maður tekur geðveika lægð og mætir ekki á fundi eða felagsfælnin byrjuð að drepa mann. Núna einmitt sit ég uppi sófa í þessu ógeðslega veðri með börnin mín á gólfinu, við að fara henda í eina góða mynd því þessi eldri er með svo mikla samkennd hjá móður sinni og auðvitað yngri líka hún er bara yngri. En eldri er að hjálpa mér með bróðir sinn, þær leika svo við hann inna milli en hann er hinsvegar svo mikill mömmugaur að ég má bara svæfa hann. (Naflastrengurinn mjög stuttur enda föst saman frá fæðingu) Tölum nú um það að vera með personuleikaröskun, afhverju er taboo að tala um þetta ju og fiknisjukdominn? Ég þarf lyf til að halda öðrum niðri annars funkera ég ekki, áframhald í kommenti……….

A post shared by Guðrún Ósk (@gudrun_osk_27) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Þingmaðurinn hjólandi
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Faðir Meghan Markle snýst enn og aftur gegn henni

Faðir Meghan Markle snýst enn og aftur gegn henni
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Það sem strippari þénaði á nýárskvöld: „Þetta voru verstu og lengstu 15 mínútur lífs míns“

Það sem strippari þénaði á nýárskvöld: „Þetta voru verstu og lengstu 15 mínútur lífs míns“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Þau fara í trekant með öðrum konum nokkrum sinnum í viku: „Þetta er mikilvægt fyrir mig sem tvíkynhneigða konu“

Þau fara í trekant með öðrum konum nokkrum sinnum í viku: „Þetta er mikilvægt fyrir mig sem tvíkynhneigða konu“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Leonardo DiCaprio bjargaði manni frá drukknun

Leonardo DiCaprio bjargaði manni frá drukknun

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.