fbpx
Mánudagur 01.desember 2025

Lesið í tarot Guðlaugs Þórs: Úr pólitík í einkageirann

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 9. nóvember 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur verið mikið á milli tannanna á fólki eftir umdeild ummæli sem hann lét falla í eyru háskólanemanda. DV ákvað því að lesa í tarotspil Guðlaugs og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér, en lesendum DV er bent á að þeir geta sjálfir dregið sér tarotspil á vef DV.

Sterk fjölskylda

Fyrsta spilið sem kemur upp hjá Guðlaugi er 10 mynt. Þar kemur fjölskyldan hans og vinir sterkt fram og táknar að Guðlaugur og fjölskylda hans búa við fjárhagslegt öryggi. Fjölskyldan styður ríkulega á bak Guðlaugs þegar á móti blæs og einkennist heimilislífið af miklu trausti og ást, en ekki síst skilningi. Guðlaugur hefur ákveðnum skyldum að gegna gagnvart fjölskyldu sinni og vinum og á milli þeirra ríkir gagnkvæm ást og virðing. Uppeldi hans hefur vissulega mótað hann sem manneskju í atferli og háttum á jákvæðan hátt. Þessi góði bakgrunnur eflir sjálfstraust Guðlaugs og er hann ávallt viss um hvaða mann hann hefur að geyma.

Fastur

Annað spilið er Stríðsvagninn. Guðlaugur veit hvert hann ætlar sér í lífinu og hvernig hann á að ná markmiðum sínum. Hann veit líka hvar tækifærin liggja og því getur hann varið kröftum sínum öllum á réttum stöðunum. Það sem hefur komið honum langt er metnaður og drifkraftur sem sést sjaldan. Þá er hann einnig viljugur til að feta nýjar slóðir. Hins vegar virðist Guðlaugur ekki vera að nýta hæfileika þína rétt akkúrat núna og þarf hann að horfast í augu við þann vanda og leysa hann. Ef honum finnst hann fastur í lífinu þá þarf hann að bíða eftir að rétta tækifærið komi til hans. Á sama tíma þarf hann að nálgast öll ný tækifæri með varkárni og ekki hoppa á vagninn nema af fullri sannfæringu. Það virðist því á öllu að hann muni ekki gefa kost á sér í pólitíkinni í næstu kosningum og að hann vilji fremur starfa í einkageiranum.

Ekki elta skýjaborgir

Loks eru það 10 sverð. Þessi stóra ákvörðun um að segja skilið við pólitíkina umlykur Guðlaug og hann þarf að leyfa hjarta sínu, innri visku og innsæi að hafa úrslitavaldið. Hann skal einnig varast nýfundinn félagsskap sem reynir að heilla hann með gylliboðum. Hann má ekki tapa því sem gerir hann drífandi, en það er að geta horft á hlutina á hagnýtan hátt en ekki elta innihaldslausa drauma. Guðlaugur má ekki taka tækifæri sem honum finnst ekki vera rétt. Hann hefur alltaf úrslitavaldið og sú ábyrgð verður aldrei tekin frá honum. Þegar hann hins vegar nær að skilja hismið frá kjarnanum er leiðin greið, erfiðir tíma á bak og burt og framtíðin björt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Gréta bjargar villtum kanínum – „Þær eru gáfaðar og mjög hreinlegar“

Gréta bjargar villtum kanínum – „Þær eru gáfaðar og mjög hreinlegar“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægri öfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægri öfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

4 hlutir sem er gott að hafa í huga fyrir jólahlaðborðið með vinnunni svo þú endir ekki atvinnulaus

4 hlutir sem er gott að hafa í huga fyrir jólahlaðborðið með vinnunni svo þú endir ekki atvinnulaus
Pressan
Í gær

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi
Fréttir
Í gær

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.