fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Klara fékk flogakast eftir að hafa drukkið orkudrykk: „Ég vakna við að sonur minn grætur og er að reyna að vekja mig“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 24. október 2019 14:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klara Guðmundsdóttir fékk flogakast eftir að hafa drukkið of mikið af orkudrykkjum. Hun.is segir sögu hennar. Klara er 38 ára einstæð móðir sem starfar á hárgreiðslustofu á Kópavogi.

Orkudrykkjasala á Íslandi hefur aukist gríðarlega síðustu misseri. Fjölmargir Íslendingar neyta orkudrykkja og var Klara ein af þeim. Hún fór að drekka meira af orkudrykkjum eftir að hún hætti að drekka áfengi í janúar á þessu ári. Hún drakk oftast um fjóra orkudrykki á dag, einn á morgnanna, tvo yfir daginn og einn á kvöldin.

Fékk flogakast

Klara og þriggja ára sonur hennar byrjuðu daginn saman þann 22. júní síðastliðinn.

„Ég fann fyrir svona einhverskonar sælutilfinningu, sem mér var seinna sagt að væri fyrirboði þess að flog væri í vændum og dett svo út. Ég man ekkert meira fyrr en ég vakna við að sonur minn grætur og er að reyna að vekja mig þar sem ég ligg á gólfinu. Þegar ég stend upp finn ég að ég er rennandi blaut á milli fótanna en þá hef ég misst þvag, sem er algengt þegar fólk fær flog. Ég var svakalega vönkuð og ofsalega hrædd. Bróðir minn kom og skutlaði mér á bráðamóttökuna og ég var lögð inn,“ segir Klara í samtali við Hun.is.

Á sjúkrahúsinu var Klara send í rannsóknir og var þar í sólarhring til að komast að því hvað hafi gerst. Það kom í ljós að Klara hafði fengið flogakast vegna neyslu orkudrykkja.

Má ekki keyra bíl

Vegna flogakastsins má hún ekki keyra í sex mánuði, baða strákinn sinn og helst ekki fara ein í sturtu. Henni var ráðlagt að minnka neyslu sína á orkudrykkjum en ákvað að segja alveg skilið við þá.

„Ég fékk fráhvörf sem lýstu sér þannig að ég fékk brjálaðan hausverk,“ segir hún og bætir við að hún hafi drukkið rosalega mikið af vatni.

„Þessi tiltekni orkudrykkur [sem ég drakk] er vatnslosandi svo það var eins og ég væri að drekka vökva fyrir allan þann tíma sem ég hafði verið að nota drykkinn,“ segir hún.

Vill vara aðra við

Samkvæmt MAST kemur fram að „fullorðnir einstaklingar skulu varast neyslu koffíns yfir 400 mg á dag.“ Einn svona orkudrykkur eins og Klara drakk var með 180 mg af koffíni.

Ástæðan fyrir því að Klara er að stíga fram og segja sína sögu er til að vara aðra við áhrifum orkudrykkja.

„Það er alltof mikið af krökkum að nota orkudrykki og þeir vita ekki hvað þeir eru að setja ofan í sig,“ segir hún.

„Mér finnst í rauninni að orkudrykkir ættu að vera seldir í ríkinu ásamt áfenginu og ekki vera jafn aðgengilegt fyrir unga krakka og það er í dag. Ég vil bara að saga mín verði til þess að hjálpa öðrum og vonandi til að koma í veg fyrir að fleiri lendi í þessu sama.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Sérfræðingurinn í heimsókn

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Sérfræðingurinn í heimsókn
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Í forgangi að styrkja þessar þrjár stöður hjá United í sumar

Í forgangi að styrkja þessar þrjár stöður hjá United í sumar
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.