fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025

Soffía Dröfn birtir sláandi myndir: „Í dag er ég frjáls og óska engum að þurfa að verða fyrir svona ofbeldi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 21. október 2019 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Soffía Dröfn Snæbjörnsdóttir stígur fram og segir sögu sína. Hún var beitt miklu og margvíslegu ofbeldi af hálfu þáverandi maka. Hún vill segja sögu sína til að hjálpa öðrum konum og óskar engum að lenda í því sama og hún. Soffía Dröfn birti fyrst þessar sláandi myndir á Instagram og fékk þar mikil viðbrögð. Stuðningsríkum skilaboðum rigndi yfir hana og ákvað hún að opna sig í kjölfarið á Facebook og segja sögu sína. Hringbraut fjallaði fyrst um málið.

Hún gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila pistlinum með lesendum. Með því að stíga fram vill Soffía berjast gegn ofbeldi.

„Eitt ár á milli mynda! Fokk ofbeldi! Í gær opnaði ég mig fyrir því að berjast gegn ofbeldi! Það er ekki auðvelt að koma fram og segja sögu sína en það sem ég vona er að þær stelpur og konur sem eru í ofbeldissamböndum geti horft á mig blómstra í lífinu eftir að hafa verið beitt andlegu, líkamlegu og kynferðisofbeldi, og einnig heimilisofbeldi.

Að geta komið heim til mín í dag, einu ári seinna, og finna fyrir ró. Að geta tekið pláss í lífinu, verið fyrirmynd og ekki þurft að þjóna neinum. Að enginn segi manni að maður sé ömurleg manneskja, og að geta sofið vært á nóttunni með barnið sitt sem upplifir ekkert nema gleði.

Með hjálp Stígamóta, fjölskyldu og vina væri ég ekki hér í dag. Þetta gjörsamlega tekur alla lífsgleði frá manni. Að gráta sig í svefn í tæp tvö ár er ekki eðlilegt, að segja fyrirgefðu við öllu og að vera brotin niður dag eftir dag!“

Að lokum segir Soffía Dröfn:

„Í dag er ég frjáls og óska ég engum að þurfa að vera fyrir svona ofbeldi. Að vera ekki lamin, rotuð, kýld og rökkuð niður daglega er svo mikill léttir. Ég er þakklát fyrir líf mitt í dag og þakka öllum fyrir stuðninginn. Ég er jákvæð og lífið mitt er orðið svo fallegt í dag, en mikil sjálfsvinna með fagfólki tekur við.“

Þolendur heimilisofbeldis geta leitað sér aðstoðar hjá eftirtöldum aðilum:

Á höfuðborgarsvæðinu:

Kvennaathvarfið – sími: 561-3720 Neyðarnúmer allan sólarhringinn: 561-1205 Netfang: Kvennaathvarf@kvennaathvarf.is Stígamót – sími: 562-6868 / 800-6868 Netfang: stigamot@stigamot.is

Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis Landspítalanum 543 1000 – Aðalskiptiborð LSH 543 2000 – Afgreiðsla bráðamóttöku LSH 543 2094 – Neyðarmóttaka á dagvinnutíma 543 2085 – Áfallamiðstöð LSH Kristínarhús – Sími: 546 3000 Netfang: steinunn@stigamot.is Kvennaráðgjöfin – Sími: 552-1500 Karlar til ábyrgðar – Sími : 555-3020 Drekaslóð – Símanúmer: 551 – 5511 / 860-3358

Bjarkarhlíð – Þolendamiðstöð. Sími: 553-3000

Landsbyggðin:

Aflið, systursamtök Stígamóta á Akureyri – Símanúmer: 461 5959 / 857 5959 Sólstafir, systursamtök Stígamóta á Ísafirði – Sími: 846-7484

Bjarmahlíð – Þolendamiðstöð. Sími: 551-2520

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Kona sem er ákærð fyrir morð á Tenerife spurði hvaða afleiðingar það hefði fyrir hana að bana manni

Kona sem er ákærð fyrir morð á Tenerife spurði hvaða afleiðingar það hefði fyrir hana að bana manni
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir að fyrrverandi tók eigið líf – Sér eftir viðtali sem hann fór í rétt áður en það gerðist

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir að fyrrverandi tók eigið líf – Sér eftir viðtali sem hann fór í rétt áður en það gerðist
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segir að Messi hafi átt erfitt uppdráttar í París

Segir að Messi hafi átt erfitt uppdráttar í París
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki 

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki 
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gæti mjög óvænt snúið aftur

Gæti mjög óvænt snúið aftur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eftirmaður Heimis sagði upp beint eftir leik – Útskýrir ákvörðun sína

Eftirmaður Heimis sagði upp beint eftir leik – Útskýrir ákvörðun sína
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.