fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
Bleikt

Stjörnuspá vikunnar: Þú hefur rosalega gott af því að hafa ekki fullkomna stjórn á gjörsamlega öllu

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 8. september 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá vikunnar

Gildir 8.-14. september

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Þú ert ofboðslega gagnrýnin/n þessa dagana og þú mættir aðeins tóna niður neikvæðni þína. Fólki finnst þú vera of yfirlætisfull/ur þegar þú ferð á flug og þú gætir komið illa við marga ef þú passar þig ekki aðeins. Stundum er gott að vera auðmjúkur og halda skoðunum sínum fyrir sig.

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Það er annaðhvort allt eða ekkert hjá þér þessa dagana. Þú ferð á fulla ferð í ýmis mál og kemur þér í klandur því þú ert búin/n að lofa þér í alltof margt. Þau naut sem eru nýlega komin í samband ættu sérstaklega að passa sig því hugsanlega er alltof snemmt að fara að ræða barneignir, sambúð eða þar fram eftir götunum.

stjornuspa

Tvíburar
21. maí–21. júní

Það er líkt og bleik hula sé yfir andliti þínu og þú lítur gjörsamlega framhjá göllum og rauðum flöggum er varða tiltekna manneskju í þínu lífi. Auðvitað er alltaf gott að vera bjartsýn/n og jákvæð/ur en þú verður að horfa á þessa manneskju eins og hún er – ekki eins og þú vilt að hún sé. Þetta er manneskja sem skiptir miklu máli í þínu lífi og þú verður að ákveða hvort þú vilt hafa hana í lífi þínu eður ei.

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Þú ert að fást við persónulegt vandamál sem þú bara finnur ekki lausn á. Þú spyrð ótal manns álits, leitar á internetinu og leitar þér aðstoðar, en allar þessar mismunandi skoðanir veltast um í höfði þínu og gera þig að algjörum stressbolta. Finndu þér tíma til að fara yfir kosti og galla í rólegheitum og mundu að hlusta líka á hjartað.+

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst
Þú ert nýbúin/n að kynnast manneskju sem þú ert ofboðslega skotin/n í. Nú verður þú hins vegar aðeins að slaka á og ekki opna þig eins og bók strax á þriðja stefnumóti. Þú skalt halda hæfilegri fjarlægð þangað til þú ert búin/n að fullvissa þig um að þessi manneskja sé þess virði að þú verðir berskjölduð/aður.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Þú tekur þér nauðsynlegt frí frá amstri dagsins til að endurmeta stöðu þína í lífinu. Það er eitthvað að angra þig og þú ert ekki búin/n að vera upp á þitt besta. Einhver streitueinkenni láta á sér kræla og þú mátt alls ekki hunsa þau – líkami þinn er tvímælalaust að reyna að segja þér eitthvað.

stjornuspa

Vog
23. sept–22. Okt

Það er einhver að reyna að gabba þig. Það er ekkert endilega neitt ofboðslega mikilvægt mál sem þessi manneskja er að reyna að láta þig trúa að sé eitthvað annað en það er, en þú þolir ekki að láta hafa þig að fífli. Gerðu því rannsóknarvinnuna þína og tryggðu að ekki sé um svik að ræða áður en þú eyðir dýrmætum tíma og jafnvel fjármunum í verkefnið.

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Þú ert í einhvers konar fjárhagsvandræðum sem tengjast manneskju sem þér þykir vænt um. Þið eruð búin að koma ykkur í kröggur með djörfum ákvörðunum og þið þurfið leið út, sem virðist ekki vera svo auðvelt að finna. Ekki örvænta.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Þig dreymir stóra drauma og hleypur mjög hratt í átt að þeim, en getur verið að draumurinn sem þú hefur elt sé ekkert spes eftir allt saman? Þú skalt staldra við og spá í hvort þú sért virkilega að hlaupa í rétta átt. Draumar geta breyst á miðri leið og það er allt í lagi fyrir þig að taka smá beygju til að komast að markmiðum þínum.

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Það er mikill ferðahugur í þér, eins og hefur reyndar verið síðustu vikur. Þig þyrstir í ný ævintýri og allt í einu kemur tækifæri upp í hendurnar á þér sem þú getur ekki sleppt. Þú þráir að sleppa aðeins úr hversdeginum og þetta tækifæri tengist mjög andlegum málefnum og hugleiðslu.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Þú hefur gengið í gegnum erfiða tíma og þú átt að fjölda fólks sem styður þig. Hins vegar virðist þú ekki hafa áttað þig á því almennilega. Opnaðu á þennan stuðning og gefðu fólkinu sem þykir vænt um þig verkefni til að létta undir með þér. Þú hefur rosalega gott af því að hafa ekki fullkomna stjórn á gjörsamlega öllu.

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Þér er treyst fyrir verkefni eða nýrri vinnu sem þú hefur haft augastað á lengi. Þetta tækifæri er hins vegar ekki eins og þú bjóst við og þér fallast hendur þegar þú sérð umfangið. Get ég þetta? er spurning sem ómar í höfðinu á þér og sjálfstraustið fær högg. Fiskar eru hins vegar ekki þekktir fyrir að gefast upp og eina sem þú þarft er smá tími til að venjast og læra.

Afmælisbörn vikunnar

8. september – Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður, 30 ára
9. september – Aldís Davíðsdóttir leikkona, 35 ára
12. september- Þórunn Erna Clausen leikkona, 44 ára
13. september – Björk Eiðsdóttir fjölmiðlakona, 45 ára
13. september – Júlíus Jóhannsson, fasteignasali og gleðipinni, 45 ára
14. september – Hallbera Guðný Gísladóttir knattspyrnukona, 33 ára

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnurnar hafa það huggulegt í Hamptons – Sjáðu glæsivillurnar

Stjörnurnar hafa það huggulegt í Hamptons – Sjáðu glæsivillurnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: Svona verður verslunarmannahelgin hjá þér

Stjörnuspá vikunnar: Svona verður verslunarmannahelgin hjá þér
Bleikt
Fyrir 1 viku

Britney Spears í bikiníi með hennahúðflúr – heimtar athygli!

Britney Spears í bikiníi með hennahúðflúr – heimtar athygli!
Bleikt
Fyrir 1 viku

Love Island stjarnan Dani Dyer á von á barni

Love Island stjarnan Dani Dyer á von á barni
Bleikt
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Bretaprins er ekki að kveikja í kynbræðrum sínum

Vilhjálmur Bretaprins er ekki að kveikja í kynbræðrum sínum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.