fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025

Berglind kemur Miss Universe Iceland til varnar: „Leyfðu okkur að skemmta okkur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 7. ágúst 2019 20:00

Berglind Kristjánsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind Kristjánsdóttir er keppandi í Miss Universe Iceland 2019. Hún er menntaður þjónn og starfar sem slíkur, ásamt því að stunda nám við Tækniskólann.

Berglind kemur Miss Universe til varnar og segir þetta ekki vera fegurðarkeppni. Hún segist reglulega fá spurninguna af hverju hún sé að taka þátt.

„Af hverju ertu að taka þátt í þessu Berglind? Af hverju ertu í þessari keppni? Vinna hvort sem er ekki bara stelpur sem eru „grannar.“ Þú ert ekkert í stærð 2, þú átt ekki séns í kórónuna. Þetta er heimskuleg keppni og hún er asnaleg! Hver eru þau að segja hver er fallegur og hver er ekki? Já þetta eru vangaveltur margra.“ Svona byrjar Berglind pistil á Facebook sem hún gaf Bleikt góðfúslegt leyfi að deila með lesendum.

https://www.instagram.com/p/B0tEl6xHCAu/

Berglind segir að hún hafi tekið þátt í Miss Universe Iceland til að styðja vinkonu sína í keppninni.

„Stelpur standa saman. Við vissum ekki hvernig þetta myndi verða. Ég var skíthrædd,“ segir Berglind.

„Auðvitað veit ég að ég er ekki þessi týpíska fegurðardís sem vinnur þessar keppnir út í heimi.“

Hún segir að það sé hennar ákvörðun hvað hún ákveður að gera í sínu lífi og það hafi verið forvitnin sem hafi drifið hana áfram.

https://www.instagram.com/p/Bx-9rqzHdrp/

„Það eru ungar konur í þessu samfélagi sem halda að líta út á einhvern ákveðinn hátt sé mikilvægt. Þú mátt vera þú og borða það sem þú vilt. Þetta er þitt líf og þú ræður hvernig þú vilt lifa því.“

Berglind hvetur ungt fólk til að læra að elska sig sjálft og það eigi skilið að fara á eftir draumum sínum.

„Ég er ekki að taka þátt í þessari keppni því ég held að ég muni vinna eða út af því mér finnst ég svo sæt. Ég vildi bara fylgja mínu hjarta og ég ráðlegg þér að gera það sama. Við skulum ekki dæma annað fólk fyrir þeirra skoðanir,“ segir Berglind.

https://www.instagram.com/p/ByGInxbncKg/

Ekki fegurðarsamkeppni

„Ef þú ert á móti þessari keppni þá er það í lagi. Ef þú ert súper aðdáandi þá er það líka flott mál. En leyfðu mér að segja eitt, þetta er ekki „fegurðarsamkeppni.“ Þetta er bara keppni. Þetta er tækifæri, tækifæri til að vera sýnileg og tækifæri til að hafa rödd. Til að koma skoðunum þínum á framfæri svo aðrir heyri í þér,“ segir Berglind.

„Þetta er skemmtun og gaman. Leyfðu okkur að skemmta okkur. Við erum ung og viljum njóta lífsins til fulls.“

https://www.instagram.com/p/B0L2WsBHrNi/

Var afbrýðissöm

Berglind segir að henni hafi fundist svona keppnir áhugaverðar en skrýtnar áður fyrr. „Ég var afbrýðissöm, því ég vissi að ég myndi aldrei taka þátt. Ég var hrædd um að ég kæmist ekki inn. En það skemmtilega er að ég ákvað að segja fokk it og taka þátt!“

Berglind komst inn í keppnina og segist hafa fengið stóran hnút í magan þegar hún fékk að vita það.

„Ég er ekki að reyna að fá þig til að kjósa mig. Ég er að vekja athygli á þessari keppni,“ segir Berglind.

Að lokum hvetur Berglind fólk til að dæma ekki stúlkurnar í keppninni. „Þær eru með svo fallegt hjarta að það fær mann til að gráta hvað þær eru góðhjartaðar. Ég tala af reynslu hér.“

Þú getur fylgst með Berglindi á Instagram hér og kosið hana í keppninni hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Viðsnúningur í Saurbæjarprestkallsmálinu – Séra Kristinn mátti ekki reikna með að boð um nýtt embætti stæði enn

Viðsnúningur í Saurbæjarprestkallsmálinu – Séra Kristinn mátti ekki reikna með að boð um nýtt embætti stæði enn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segist vera í formi ferilsins

Segist vera í formi ferilsins
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Jafnar sig eftir skilnaðinn á Íslandi

Jafnar sig eftir skilnaðinn á Íslandi
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segja brotið á rithöfundum í fjárlagafrumvarpinu

Segja brotið á rithöfundum í fjárlagafrumvarpinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.