fbpx
Laugardagur 13.desember 2025

Barnsfaðirinn skipti á nektarmyndum og hélt framhjá: „Ég mun aldrei gleyma þessu“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 6. ágúst 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Kirsten Hullbert fékk lánaða tölvu kærasta síns þá gat ekkert undirbúið hana fyrir það sem hún myndi finna.

Hún fann fjölda nektarmynda af tveimur konum og komst að því að Mike, kærasti hennar og barnsfaðir, hafði sofið hjá einni þeirra.

Kirsten hætti með honum á staðnum eftir þriggja ára samband. Tveimur vikum seinna komst hún að því að hún væri ólétt og byrjuðu þau aftur saman.

„Ég fyrirgaf honum en ég mun ALDREI gleyma þessu,“ segir Kirsten.

Hún segir sögu sína við Fabulous Digital:

Kirsten og Mike kynntust í partíi í október 2014. Þau hófu sambúð eftir nokkra mánuði. Í júní 2016 komst Kirsten að því að hún væri ólétt.

„Þetta var sjokk en við vorum bæði mjög ánægð. „Ég er að verða pabbi!“ Hrópaði Mike. Hann var mér við hlið alla meðgönguna. Þegar ég fæddi dóttur okkar, Evie, í febrúar 2017 vorum við himinlifandi,“ segir Kirsten.

„Við hófum okkar fjölskyldulíf en Mike var að vinna mjög mikið. Sex mánuðum eftir að Evie fæddist vorum við í fjárhagsvandræðum og ég þurfti að byrja að vinna aftur á kvöldin sem umönnunaraðili.

Þetta var erfitt. Mike vann allan daginn og ég vann á kvöldin. Við sáum varla hvort annað, en við vorum alla vega með meiri tekjur.

Ég lofaði mér sjálfri að þetta myndi ekki vera svona til æviloka og byrjaði að leita mér að vinnu með betri vinnutíma, svo ég gæti eytt meiri tíma með fjölskyldu minni.

Eitt örlagaríkt kvöld í október 2017 fékk ég lánaða tölvu Mike til að vinna í ferilskrá minni.

Þegar ég vistaði skjalið þá tók ég eftir litlum þumalmyndum sem stöðvuðu hjarta mitt.

Þarna, í iCloud hjá Mike, voru mörg hundruð nektarmyndir af tveimur dularfullum konum. Þegar  ég áttaði mig á því að Mike hafði verið að skiptast á nektarmyndum við þær á Snapchat, varð mér flökurt.

Ég vissi að ég þyrfti að tala við Mike. Ég bara gat ekki trúað því að hann hafði verið að tala við aðrar konur, dóttir okkar var aðeins átta mánaða gömul. Ég hringdi brjáluð í hann og sagði honum að koma heim samstundis.

Hann reyndi fyrst að neita fyrir myndirnar, en gat það ekki þegar ég sýndi honum sönnunargögnin. En ekkert gat undirbúið mig fyrir játningu hans.

„Já ég hef verið í samskiptum við tvær konur,“ sagði hann. „En ég svaf bara með einni þeirra, og bara einu sinni.“

Ég öskraði: „Svafst þú hjá annarri konu? Á meðan ég var heima með barnið okkar?“

„Nei þú varst í vinnunni. Evie var með mömmu þinni. Mér þykir þetta svo leitt,“ sagði hann.

„Ég ætlaði mér ekki að gera þetta. Ég reyndi að stöðva þetta, ég lofa. Þetta fór bara úr böndunum. Ég elska þig. Hún skiptir mig engu máli.“

Mike grátbað mig um að fyrirgefa sér en ég gat ekki einu sinni horft framan í hann. Ég sagði honum að fara og að mig langaði ekki lengur að hafa hann þarna. Hann pakkaði í töskur og fór.

Ég grét stanslaust í tvær vikur og neitaði að svara símtölum frá honum. En síðan varð ég veik. Ég hélt fyrst að þetta væri stress en þegar ég var sein á blæðingar ákvað ég að taka óléttupróf. Þá fór heimur minn á hvolf enn og aftur, en ég komst að því að ég væri ólétt.

Mike var móðursjúkur þegar ég sagði honum frá óléttunni og heimtaði að við myndum byrja aftur saman fyrir fjölskylduna okkar. En ég þurfti meiri tíma. Ég var sár og ringluð, ég var ekki viss hvort ég væri tilbúin að fyrirgefa honum.

Ég byrjaði að hallast í áttina að honum eftir 12 vikna sónar. Mike kom með mér og hélt í höndina á mér.

„Við ættum að vera saman. Plís Kirsten, ég vil fjölskylduna mína til baka,“ sagði Mike á leiðinni heim.

Ég samþykkti að gefa sambandi okkar annan séns, fyrir Evie og Emiyah, sem fæddist í ágúst 2018. Síðan þá hefur Mike unnið hörðum höndum að sanna ást sína og skuldbindingu, þó svo að þetta hefur verið erfitt þá erum við að líta fram á veginn sem fjölskylda.

Ég hef fyrirgefið honum en ég mun aldrei gleyma þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja að Garðabær borgi meira fyrir skólpið

Vilja að Garðabær borgi meira fyrir skólpið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Sanna býður sig fram fyrir nýtt stjórnmálaafl

Sanna býður sig fram fyrir nýtt stjórnmálaafl
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Róbert Wessmann æfur og afboðar komu sína í þáttinn eftir viðtal við Albert – „ Glataður þáttur“

Róbert Wessmann æfur og afboðar komu sína í þáttinn eftir viðtal við Albert – „ Glataður þáttur“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kúbverji fær ekki vegabréfsáritun til Íslands – Sagt að kvarta við Svía

Kúbverji fær ekki vegabréfsáritun til Íslands – Sagt að kvarta við Svía