fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025

Bachelor stjarna eignaðist barn í fataskáp: „Við vorum ekki tilbúin fyrir heimafæðingu!“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 1. ágúst 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bachelor stjörnurnar Jade Roper Tolbert og eiginmaður hennar Tanner Tolbert eignuðust sitt annað barn á mánudaginn.

Fæðingin var ekki beint það sem Jade hafði vonað né átti von á, en hún eignaðist barnið í fataskáp heima hjá sér.

„Þetta var tryllt,“ segir Jade við People. Neðst í greininni má sjá myndband af Jade halda á syni sínum, aðeins augnablikum eftir að hann kom í heiminn.

Hjónin höfðu ekki tíma til að koma sér á sjúkrahús til að eiga barnið. Í staðinn fæddi Jade soninn á gólfinu í fataskápnum heima hjá þeim.

„Þetta er óraunverulegt. Ég á enn erfitt með að meðtaka þetta,“ segir Jade.

Jade er fyrrum Bachelor stjarna og hefur verið gift Tanner, sem hún kynntist í Bachelor in Paradise, í þrjú ár. Þau eiga fyrir dótturina Emmu, sem er að verða tveggja ára. Hún var heima þegar bróðir hennar fæddist, enda voru tvær vikur í settan dag.

„Jade missti vatnið klukkan 21:16, og við vorum reyndar að horfa á The Bachelorette,“ segir Tanner.

„Við vorum ekki hissa að hann kom snemma, heldur vorum við hissa yfir hversu fljótt hann kom.“

Þegar Jade átti Emmu var hún í sjö tíma í hríðum. Þannig þegar hún missti vatnið þá ákvað hún að fara í snöggt bað og svo ætluðu þau upp á spítala.

„Við ætluðum ekki að taka marga tíma í það heldur kannski svona 20 eða 30 mínútur.“

https://www.instagram.com/p/B0l3hknFpFB/?utm_source=ig_embed

Hins vegar hafði barnið önnur plön.

„Ég hélt að ég myndi fara í bað og svo myndum við fara upp á spítala. Við vorum að bíða eftir tengdamóður minni því hún ætlaði að passa Emmu. En þegar ég kom úr baðinu voru hríðarnar orðnar svo miklar. Ég gekk fram og til baka um baðherbergisgólfið og var skyndilega komin inn í fataskáp að reyna að finna föt til að fara í. Síðan kallaði ég á Tanner og var alveg: „Tanner þetta er að gerast núna!“ Hann kom og reyndi að hjálpa mér í föt. Hann setti mig í stuttermabol og stuttbuxur af sér. Ég var bara í sársauka og hríða móki,“ segir Jade.

Tanner ætlaði að reyna að halda á Jade út í bíl og koma þeim upp á spítala.

„Og Jade var alveg: „Nei Tanner, ég get ekki. Ég finn fyrir höfðinu,““ segir Tanner.

Tanner hringdi á neyðarlínuna og fékk leiðbeiningar um hvað hann ætti að gera, eins og að sækja handklæði og að Jade ætti ekki að byrja að rembast fyrr en sjúkrabíll myndi mæta á svæðið.

https://www.instagram.com/p/B0mdFHng4wl/?utm_source=ig_embed

„Ég var að reyna að halda barninu inni og Tanner var tilbúinn að grípa barnið ef það myndi koma,“ segir Jade.

Um leið og sjúkrabíllinn kom þá tók það aðeins einn rembing áður en barnið kom í heiminn klukkan 22:31.

Það var klippt á naflastrenginn og síðan farið með fjölskylduna upp á spítala. Barnið var fullkomlega heilbrigt.

„Við vorum ekki tilbúin fyrir heimafæðingu!“ Segir Jade. Hún segist vera lengur að jafna sig eftir þessa fæðingu miðað við fæðingu Emmu, því líkami hennar gekk í gegnum svo mikið á svo stuttum tíma.

Hún segist vera afar þakklát öllum þeim sem hjálpuðu henni í fæðingunni. „Þau voru minn styrkur í þessu augnabliki.“

Sjáðu myndbandið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Græðir þú á árangri landsliðsins?

Græðir þú á árangri landsliðsins?
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Orðið á götunni: Fá milljarð gefins á ári en greiða 282 milljónir í veiðigjöld

Orðið á götunni: Fá milljarð gefins á ári en greiða 282 milljónir í veiðigjöld
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða