fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Giftist æskuástinni og urðu bæði ástfangin af sömu konunni: „Þetta er ekki kynlífskölt“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 19. júlí 2019 19:30

Frá vinstri: Ty, Keneshia og Rosie. Ty og Rosie giftust ung og kynntust Keneshiu sem er nú í sambandi með þeim.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjón hafa boðið þriðju manneskjunni í samband sitt og eru nú svokallað „throuple.“

Hjónin Rosie Haley, 24 ára, og Ty, 23 ára, eru frá Ástralíu. Þau urðu bæði ástfangin af sömu konunni og eru nú öll þrjú saman.

Ástarsagan byrjar þegar Rosie kom út úr skápnum sem tvíkynhneigð fyrir eiginmanni sínum í byrjun árs 2018.

Hjónin kynntust Keneshia Petty, 23 ára, í maí 2018. Innan tveggja mánaða ákváðu þau að flytja öll þrjú inn saman. Ekki nóg með það þá eru hjónin trúlofuð Keneshiu.

Fjölskylda þeirra er ekki sátt og hafnar fjölástarsambandi (e. polyamorous) þeirra, en svona sambönd eru gjarnan kölluð „throuple“ vestanhafs. The Sun greinir frá.

Þau segjast vera hamingjusöm.

Kynntust ung

Rosie og Ty kynntust þegar þau voru 17 ára og þau giftu sig 18 ára.

En það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum sem Rosie kom út úr skápnum sem tvíkynhneigð fyrir eiginmanni sínum. Hún sagðist hafa áhuga að hitta aðrar konur.

Saman fór parið á Tinder og eftir að hafa spjallað við Keneshiu í nokkrar vikur fóru þau á stefnumót með henni, eitt í einu, til að athuga hvort leiðir þeirra lægju saman.

Rosie og Ty tengdust henni „samstundis“ og spurðu Keneshiu hvort hún vildi vera með í sambandi þeirra. Keneshia játaði og síðan þá hafa þau verið óaðskiljanleg.

Þau eru trúlofuð.

Trúlofuð

Rosie fór á skeljarnar og bað Keneshiu um að giftast sér. Ty horfði á trúlofunina á Skype, en hann er í hernum og var staðsettur á Miðausturlöndum. Þegar hann kom heim bað hann Rosie einnig um að giftast sér. Keneshia sagði já við þau bæði og eru þau þrjú nú trúlofuð.

„Að búa saman er hvorki erfitt né auðvelt,“ segir Keneshia við The Sun. „Það þarf að aðlagast og gera málamiðlanir. Og finna út hvert ég á að setja fötin mín í fataskápa ætlaðir tveimur manneskjum!“

Tríóið.

Bónorðin komu Keneshiu ekki á óvart en þau höfðu verið að kaupa saman hringa fyrir stóra daginn.

„Þegar hann fór á skeljarnar og bað mig um að vera eiginkona hans þá fór hjartað á fullt og ég sagði að ég myndi giftast honum á hverjum degi ef hann myndi biðja um það,“ segir Keneshia.

Rosie segir að hún hafi ekki orðið afbrýðissöm vegna bónorðsins heldur var hún hamingjusöm að fá „meiri félagsskap.“

Í myndatöku.

Fjölskyldan ósátt

Það eru ekki allir parsáttir við sambandið. Rosie segir að ömmur hennar og afar og „nokkrir aðrir fjölskyldumeðlimir“ hafa „algjörlega“ hafnað Keneshiu og sambandi þeirra.

„Fjölkvæni er fullgilt form af sambandi og það er ekkert rangt eða siðlaust við það. Við elskum hvort annað mjög mikið. Þetta er ekki kynlífskölt, sértrúasöfnuður eða einhvers konar költ yfir höfuð. Við höfum frjálsan vilja, sjálfseinkenni og ástina okkar. Sem er alveg jafn falleg og ást á milli tveggja aðila,“ segir Rosie.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur