fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Ragga nagli: „Það er okkur eðlislægt að verða svöng“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 2. febrúar 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þeim nýjasta fjallar hún um svengdina og reglurnar um hvenær við eigum að borða og hvenær ekki.

Við gefum Röggu nagla orðið:

Fastaðu í 16 tíma.
Borðaðu innan átta tíma.
Borða á 2 tíma fresti.
Borða sex sinnum á dag.
Borða um leið og þú vaknar.
Ekki borða eftir kl átta á kvöldin.

Reglur um hvenær við eigum og megum borða eru orðnar svo flóknar að við getum þulið upp alla aukastafi af PÍ áður en við þorum að setja örðu upp í túlann.

Við erum orðin svo rugluð í skallanum um hversu oft að kvíði hríslast niður mænuna yfir handónýtum efnaskiptum og óhóflegri fitusöfnun eins og hræðsluáróðurinn tyggur ofan í lýðinn.

Skrokkurinn er gáfaðri en þessar reglur gúrúanna.

Þegar bóndinn þurfti að bjarga afvelta rollu úr skurði, beljurnar sluppu í gegnum girðinguna og svo þurfti að redda heybagga fyrir hrossin í haganum.

Hann var ekki með möndlur í vasanum eða niðurskornar gulrætur og hummus í nestisboxki
Hann hugsaði ekki um að borða sex sinnum á dag.
Hann kom ekki heim í hlað með efnaskiptin í hönk.

Hann borðaði bara sína soðnu ýsu og hamsatólg eftir átta tíma matarlaus úti á túni.

Það er okkur eðlislægt að verða svöng.
Forfeður okkar voru svangir.
Fyrstu merki um svengd er ekki neyðarástand.
Skrifstofublók sem húkir yfir tölvu í átta tíma þarf ekki að dúndra snæðing í ginið á tveggja tíma fresti.
Fjölmargar rannsóknir sýna aftur og aftur aukningu á vaxtarhormóni IGF-1 þegar við erum fastandi en það gegnir lykilhlutverki í að endurnýja og gera við frumur líkamans.

Svengd er besta kryddið.

En ekki verða of svangur. Þá tökum við oft örvæntingarfullar ákvarðanir.
En ef það hentar þér ekki að gúlla snæðinga mörgum sinnum á dag,
Ef þér líður við yfirliði við að kýla vömbina einu sinni á dag.
Ef þú vilt borða þrisvar á dag.

Finndu þinn takt í mataræði. Eins og gott rokklag sem þú getur alltaf skellt á fóninn.

Þú gerir þig. Það er besti kúrinn.

Facebooksíða Röggu nagla

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.