fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025

Einfalt og fallegt jólaföndur fyrir alla fjölskylduna

Amare
Fimmtudaginn 20. desember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við krakkarnir tókum okkur til um daginn og föndruðum skraut á jólagjafirnar og jólatréð. Þetta er sennilega með því auðveldara sem ég hef gert en það eina sem við notuðum var hvítur sjálf-harðnandi leir, piparkökumót, smjörpappír, kökukefli, rör og lítill bútur af greni. Þetta kom ótrúlega vel út og ég er mjög spennt fyrir því að skreyta með þessu. Ég keypti aðeins of mikið af leir og notaði tækifærið og lét krakkana útbúa handaför til að hengja upp. Þeim fannst það mjög  gaman og eru spennt fyrir því að sjá hendurnar sínar á veggjunum.

En til að gera grenimynstur í stjörnurnar flatti ég leirinn út, lagði grenið yfir og renndi svo létt yfir með kökukeflinu. Svo skar ég þær út með piparkökumótinu. Ég bjó svo til gat fyrir borða með rörinu. Mér finnst þetta koma ótrúlega skemmtilega út og held að þetta eigi eftir að tóna vel með rauðu jólakúlunum eða með smá greni á jólapökkunum. Svo er líka hægt að mála þennan leir og var ég með einhverjar hugmyndir um að mála grenimynstrið í gylltu, en ég held ég leyfi þeim að njóta sín svona. Allavega þetta árið.

Færslan er skrifuð af Fjólu og birtist upphaflega á Amare.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Framkvæmdastjóri N1: Pítsufyrirtækið var besti skólinn

Framkvæmdastjóri N1: Pítsufyrirtækið var besti skólinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Orðið á götunni: Guðrún sækir í uppskriftabók Davíðs – en hún er enginn Davíð

Orðið á götunni: Guðrún sækir í uppskriftabók Davíðs – en hún er enginn Davíð
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfesta meiðsli Trent en þarf að fara í frekari rannsóknir

Staðfesta meiðsli Trent en þarf að fara í frekari rannsóknir