fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025

Einfalt og fallegt jólaföndur fyrir alla fjölskylduna

Amare
Fimmtudaginn 20. desember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við krakkarnir tókum okkur til um daginn og föndruðum skraut á jólagjafirnar og jólatréð. Þetta er sennilega með því auðveldara sem ég hef gert en það eina sem við notuðum var hvítur sjálf-harðnandi leir, piparkökumót, smjörpappír, kökukefli, rör og lítill bútur af greni. Þetta kom ótrúlega vel út og ég er mjög spennt fyrir því að skreyta með þessu. Ég keypti aðeins of mikið af leir og notaði tækifærið og lét krakkana útbúa handaför til að hengja upp. Þeim fannst það mjög  gaman og eru spennt fyrir því að sjá hendurnar sínar á veggjunum.

En til að gera grenimynstur í stjörnurnar flatti ég leirinn út, lagði grenið yfir og renndi svo létt yfir með kökukeflinu. Svo skar ég þær út með piparkökumótinu. Ég bjó svo til gat fyrir borða með rörinu. Mér finnst þetta koma ótrúlega skemmtilega út og held að þetta eigi eftir að tóna vel með rauðu jólakúlunum eða með smá greni á jólapökkunum. Svo er líka hægt að mála þennan leir og var ég með einhverjar hugmyndir um að mála grenimynstrið í gylltu, en ég held ég leyfi þeim að njóta sín svona. Allavega þetta árið.

Færslan er skrifuð af Fjólu og birtist upphaflega á Amare.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband vekur athygli – Messi áhugalaus í fögnuði Miami um helgina

Myndband vekur athygli – Messi áhugalaus í fögnuði Miami um helgina
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Gunnar Gíslason er lögmaðurinn sem sat í gæsluvarðhaldi – Segir að kona sín og börn hafi mátt þola ólöglega innrás

Gunnar Gíslason er lögmaðurinn sem sat í gæsluvarðhaldi – Segir að kona sín og börn hafi mátt þola ólöglega innrás
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nokkur íslensk landslið fá að vita hverjir andstæðingarnir verða í vikunni

Nokkur íslensk landslið fá að vita hverjir andstæðingarnir verða í vikunni
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Elsti Íslendingurinn látinn – Þórhildi vantaði 16 daga í 108 ára afmælið

Elsti Íslendingurinn látinn – Þórhildi vantaði 16 daga í 108 ára afmælið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal vinnur deildina þægilega þrátt fyrir tap en skelfileg niðurstaða bíður United og Liverpool

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal vinnur deildina þægilega þrátt fyrir tap en skelfileg niðurstaða bíður United og Liverpool
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Guðni sendir neyðarkall: Stofnun sem hjálpað hefur mörgum berst fyrir lífi sínu

Guðni sendir neyðarkall: Stofnun sem hjálpað hefur mörgum berst fyrir lífi sínu