fbpx
Föstudagur 20.september 2019  |
Bleikt

Einföld eldfjallatilraun sem vekur mikla lukku hjá krökkunum

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir ferðalög innanlands síðasta sumar hafa eldfjöll verið Brimari Snæ, syni Lindu Björk Sumarliðadóttur verið sérstaklega hugleikinn. Linda tók sig því til og fann út úr því hvernig hún gæti gert skemmtileg tilraun með syni sínum.

„Okkur fannst tilvalið að skella í eldfjallatilraun þegar Brimar kom slappur heim af leikskólanum og var hann fljótur að jafna sig,“ segir Linda í færslu sinni á blogginu Brasari.

Það sem þarf í þessa tilraun er : Krukka, kanna, matarlitur, edik, matarsódi, vatn, pappi og límband.
„Setjið Matarsóda í krukku og blandið saman ediki og matarlit í könnuna, hellið svo blöndunni yfir í krukkuna og BAM! Eldgos! Til þess að gera tilraunina en skemmtilegri er gaman að klippa til blað og setja utan um krukkuna til þess að auka eldfjalla útlitið.“

Tilraunin vakti mikla lukku hjá syni Lindu og hafa þau endurtekið hana oft þegar vinir hans koma í heimsókn við góðar undirtektir. Það er því um að gera fyrir foreldra sem langar til þess að gera skemmtilega tilraun með börnunum sínum að prófa sjálf. Ásamt því að skrifa skemmtilegar færslur um ýmiskonar samverustundir með börnunum sínum þá heldur Linda líka úti reikning á Instagram undir notandanafninu: brasari_

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Nýtt „heimskulegt“ samfélagsmiðlatrend meðal unglinga er að gera allt brjálað

Nýtt „heimskulegt“ samfélagsmiðlatrend meðal unglinga er að gera allt brjálað
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Þú lærir ný trix í svefnherberginu og lendur þínar hafa sjaldan verið jafn sjóðandi heitar

Stjörnuspá vikunnar: Þú lærir ný trix í svefnherberginu og lendur þínar hafa sjaldan verið jafn sjóðandi heitar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.