fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

71 árs Bandaríkjamaður handtekinn – Var með sjö tígrisdýr heima hjá sér

Pressan
Miðvikudaginn 16. apríl 2025 07:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Mitchell, 71 árs, sem býr í Nevada í Bandaríkjunum var handtekinn í síðustu viku í kjölfar þess að lögreglan fann sjö tígrisdýr heima hjá honum. Karl segir að fólki stafi ekki hætta af dýrunum og að hann hafi haldið þau til að fá „tilfinningalegan stuðning“.

Það var á miðvikudaginn sem lögreglan mætti heim til Karls i Pahrum í Nye County og fann tígrisdýrin. NBC News skýrir frá þessu.

Joe McGill, lögreglustjóri, sagði í samtali við NBC News að lögreglunni hafi borist fjöldi tilkynninga í gegnum árin um að sést hefði til Karls á ferð með tígrisdýr, bæði á landareign hans og í eyðimörkinni.

Lögreglan segir að hann hafi ekki haft tilskilin leyfi til að halda tígrisdýr og auk þess hafi hann brotið aðrar reglur tengdar dýrahaldi. Meðal annars með því að leyfa fólki að vera nálægt dýrunum en hann deildi upptökum af því á samfélagsmiðlum.

Sýsluyfirvöld hafa árum saman staðið í bréfaskriftum við Karl þar sem þau hvöttu hann meðal annars til að losa sig við tígrisdýrin.

Karl telur hins vegar að hann þurfi ekki neitt sérstakt leyfi til að vera með tígrisdýr því þau hafi veitt honum tilfinningalegan stuðning og almenningi hafi ekki stafað nein ógn af þeim.

Hann segir einnig að sex af tígrisdýrunum hafi hann fengið frá Joe Exotic sem margir kannast eflaust við úr þáttaröðinni „Tiger King“ á Netflix. Hann afplánar nú 21 árs fangelsisdóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa