fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Nomenklatura

Eyjan
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 16:25

Ari Kr. Sæmundsen, fyrrverandi framkvæmdastjóri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir októberbyltinguna í Rússlandi 1917 og stofnun Sovétríkjanna 1922 voru leiðtogar öreiganna fljótir að tileinka sér (ó)siði valdastéttarinnar, sem þeir höfðu barist svo ötullega gegn. Flokkurinn varð allsráðandi og þau sem voru trú flokknum fengu feitar stöður innan kerfisins með ýmsum fríðindum: betri laun, gnægtarborð kræsinga, íbúðir eða hús í bestu hverfunum, sumarhallir á landsbyggðinni og óku um á glæsikerrum; man einhver eftir ZiL bílunum með gardínunum sem óku um á sérmerktum akreinum í Moskvu? Á örskömmum tíma varð til ný yfirstétt, nomenklatura.

Eitt sinn leigðum við fjölskyldan sumarhús hjá stéttarfélagi. Húsin voru öll eins, stóðu í þyrpingu á fallegum stað. Eitt hús skar sig þó úr, það var ívið stærra og veglegra en hin húsin og skartaði sjónvarpsloftneti. Hin húsin voru ekki með sjónvarpi, sem skipti svo sem engu máli, þannig séð, aðeins ein hundleiðinleg sjónvarpsstöð, sem var hvort eð lokuð yfir hásumarið. Hafði á orði við mann sem ég hitti á röltinu að það hefði nú ekki verið amalegt að fá úthlutað stóra húsinu. Fékk það svar að það væri ekki í boði, húsið væri frátekið fyrir forystumenn stéttarfélagsins. Nomenklatura?

Í annað sinn hafði stéttarfélag bætt við húsakostinn, stærri og íburðarmeiri hús en þau gömlu, m.a.s. með uppþvottavél og flatskjá. Við hugsuðum okkur gott til glóðarinnar og sóttum um vist í einu þessara húsa snemma vors, þegar eftirspurn var í lágmarki. Fengum afsvar, húsin voru öll frátekin. Við fengum að lokum inni í öðru húsi skammt frá. Aftur fór ég á röltið og hitt þá konu mér málkunnuga. Í stuttu spjalli kom í ljós að hún og fjölskylda hennar voru í einu af nýju húsunum. Það kom mér á óvart, því ég vissi að konan var ekki í viðkomandi stéttarfélagi. Kom þá í ljós að vinkona hennar vann á skrifstofu stéttarfélagsins og hafði leigt eitt hús fyrir sig og sína og um leið „reddað“ henni húsi við hliðina. Nomenklatura?

Launakjör og biðlaun, eða starfslokasamningar, sumra forystumanna stéttarfélaga hér á landi hafa verið áberandi í umræðunni. Svo virðist sem þessir forystumenn séu búnir að tileinka sér það, sem þeim hefur fundist hvað ámælisverðast hjá atvinnurekendum og ráðamönnum. Nomenklatura?

Tillaga: Forystu- og starfsmenn stéttarfélags eiga ekki að skammta sér meiri forréttindi og miklu betri starfskjör heldur en aðrir félagsmenn viðkomandi stéttarfélags njóta.

Sammála, tovarisch?

Kær kveðja úr óbærilegum léttleika tilverunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist